FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 28. september 2016

Krefjumst breytinga á fæðingarorlofskerfinu

Frétt tekin af vef BSRB

BSRB og ASÍ hafa tekið höndum saman um að krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof.

Fylgstu með á Facebook-síðu átaksins, Betra fæðingarorlof.


Meira
FOSVest FOSVest | þriðjudagurinn 27. september 2016

Lífeyrismálin í lýðræðislegu ferli

Frétt tekin af vef BSRB

Það er afar mikilvægur áfangi að BSRB og öðrum bandalögum opinberra starfsmanna hafi náð samkomulagi við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk. Sú vinna hefur verið mikilvægur þáttur í að ná sátt á vinnumarkaði og bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga, skrifar Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Þar rekur Elín Björg í stuttu máli feril málsins innan bandalagsins frá því allir formenn aðildarfélaga BSRB samþykktu að leggja í þessa vegferð árið 2010. Síðan þá hefur málið verið rætt á tveimur þingum bandalagsins, auk þess sem fjallað hefur verið um stöðuna og áherslur bandalagsins á öllum stærri fundum síðan.


Meira
FOSVest FOSVest | föstudagurinn 23. september 2016

Bréf formanns um samkomulag í lífeyrismálum

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, fer yfir stöðuna í lífeyrismálum í bréfi til félagsmanna aðildarfélaga bandalagsins. BSRB hefur, eins og önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna, skrifað undir samkomulag við ríki og sveitarfélög um framtíðarfyrirkomulag lífeyrismála.

Eins og fram hefur komið hér á vef BSRB og annarsstaðar tryggir samkomulagið að réttindi þeirra sem greitt hafa í A-deildir lífeyrissjóða opinberra starfsmanna breytist ekki. Þá hefur einnig komið fram að ríki og sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að leiðrétta launamun á milli opinbera markaðarins og hins almenna.

Í bréfi sínu fer Elín yfir hvernig ferill þessa flókna og viðamikla máls hefur verið innan bandalagsins. Hún segir að frá upphafi hafi verið fjallað um málið á lýðræðislegan hátt innan bandalagsins. Þannig hafi formenn allra aðildarfélaga bandalagsins samþykkt það árið 2010 að leggja í þessa vegferð. Málið hafi verið tekið upp á öllum fundum og þingum síðan. 

Formannaráð BSRB, sem er æðsta vald bandalagsins milli þinga, tók málið fyrir á fundi ráðisins í byrjun september. Ráðið samþykkti að fela forystu BSRB að skrifa undir samkomulagið og var það gert síðastliðinn mánudag.

Bréf formanns BSRB má lesa í heild sinni hér að neðan. Einnig er hægt að nálgast bréfið á PDF-sniði hér.


Meira
FOSVest FOSVest | þriðjudagurinn 20. september 2016

Nýtt lífeyriskerfi og jöfnun launa

Frétt tekin af vef BSRB

BSRB hefur ásamt Bandalagi háskólamanna (BHM) og Kennarasambandi Íslands (KÍ) undirritað samkomulag við ríki og sveitarfélög um nýtt lífeyriskerfi. Með þessu samkomulagi er tryggt að allt launafólk í landinu njóti sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Réttindi núverandi sjóðsfélaga haldast óbreytt, auk þess sem ríki og sveitarfélög hafa skuldbundið sig til að leiðrétta launamun milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna.

Með samkomulaginu hefur lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verið fullfjármagnað og verður það hér eftir sjálfbært. Til að svo megi verða leggja ríki og sveitarfélög samtals um 120 milljarða króna í sérstaka lífeyrisaukasjóði. Legið hefur fyrir lengi að fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna væri ósjálfbært og því ljóst að óbreytt ástand gæti ekki gengið áfram.


Meira
FOSVest FOSVest | þriðjudagurinn 13. september 2016

Auglýst eftir stofnunum í tilraunaverkefni

Frétt tekin af vef BSRB

Starfshópur um styttingu vinnutíma hefur samþykkt að auglýsa eftir fjórum ríkisstofnunum til að taka þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar.

Tilraunaverkefni á BSRB og Reykjavíkurborgar hefur þegar verið í gangi í á annað ár, en við það bætist fljótlega annað stærratilraunaverkefni á vegum ríkisins og BSRB.


Meira
FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 1. september 2016

Áformaðar bónusgreiðslur óásættanlegar

Frétt tekin af vef BSRB

Fyrirhugaðar greiðslur Kaupþings á gríðarháum bónusum til nokkurra starfsmanna eru óásættanlegar og eiga ekki við í íslensku samfélagi að mati BSRB. Bandalagið skorar á Alþingi að bregðast við og tryggja að skattaumhverfi hér á landi sé þannig að þeir sem hafa háar tekjur greiði ríflega til samfélagsins.

„Við verðum að læra af þeim mistökum sem gerð voru á árunum fyrir hrun. Ein af þeim mistökum voru að greiða þeim sem sýsla með fjármuni gríðarháar upphæðir í skjóli þess að þeir bæru svo gríðarlega mikla ábyrgð. Þegar spilaborgin hrundi fór lítið fyrir þeirri ábyrgð og þeir sem fengu svo ríkulega bónusa ypptu öxlum og voru stikkfríir,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.


Meira
FOSVest FOSVest | föstudagurinn 26. ágúst 2016

Fáðu fréttabréf BSRB í tölvupósti

Frétt tekin af vef BSRB

 

Það er alltaf mikið af spennandi verkefnum í gangi hjá BSRB og mörg stór mál sem unnið er í hverju sinni. Í takti við nýja tíma hefur bandalagið dregið úr útgáfu á prentuðum blöðum. Þess í stað sendum við mánaðarlega frá okkur rafræn fréttabréf með upplýsingum um það helsta sem er í gangi hjá bandalaginu.

BSRB beitir sér fyrir ýmsum mikilvægum málefnum sem varða félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins miklu. Til dæmis má þar nefna atvinnumál, efnahagsmál, heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnréttismál og fleira.

Nú getur þú á auðveldan hátt fylgst með framgangi þessara mikilvægu mála, auk allra hinna málanna sem skipta ekki minna máli, með því að skrá þig á póstlista BSRB.Skráningin fer fram í gegnum Facebook-síðu bandalagsins, en ekki er nauðsynlegt að nota Facebook til aðskrá sig á póstlistann.

Þeir sem vilja fylgjast með starfsemi bandalagsins ættu einnig að fylgjast með Facebook-síðunni okkar og muna að fylgja síðunni.

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 22. ágúst 2016

Lengja ætti fæðingarorlofið strax

Ástæða er til að fagna því að félagsmálaráðherra hafi nú lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingarorlof sem byggir á tillögum starfshóps sem kynntar voru síðastliðið vor.

BSRB styður áformaðar breytingar, en bendir á að afar lítill tími er til stefnu fyrir Alþingi að fjalla um málið og samþykkja frumvarpið áður en þing verður rofið og boðað til kosninga. Binda má vonir við að þverpólitískt samkomulag náist um að afgreiða málið hratt og vel á þingi, enda mikil og góð undirbúningsvinna verið unnin í starfshópi, þar sem fulltrúi BSRB átti sæti.


Meira
Eldri færslur
Vefumsjón