Aðalfundur félagsins  11.nóvember

Aðalfundur félagsins 11.nóvember

 

 

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður  haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 18:00.

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður fundurinn að þessu sinni haldinn í fjarfundi, sem stjórnað verður frá skrifstofu félagins.

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum  félagsins.

Þá liggur fyrir tillaga stjórnar um að fá heimild til  sameiningarviðræðna við önnur BSRB félög.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í fundinum og nýta málfrelsis-, tillögu og atkvæðisrétt.

Skrá þarf þátttöku á fundinum fyrir 10. nóvember 2020 og er það gert á heimasíðu félagsins:
https://fosvest.is/getum_vid_adstodad/hafa_samband/

 

Kveðja

Stjórn F.O.S. Vest

Samstarfssamningur F.O.S.Vest og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Samstarfssamningur F.O.S.Vest og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (F.O.S.Vest) og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gera með sér samstarfssamning.

Samningurinn hefur það markmið að veita aðilum Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum greiðari aðgang að námskeiðum Fræðslumiðstöðvar. Þannig mun starfsmenntasjóður F.O.S.Vest greiða fyrir þátttöku félagsmanna á námskeiðum miðstöðvarinnar enda sé styrkréttur félagsmanns staðfestur. Hámarksstyrkur hvers félagsmanns á hverju tólf mánaða tímabili er samkvæmt reglum sjóðsins hverju sinni. Samningurinn er tilraunaverkefni til loka ársins 2020.

Hagsmunir aðila F.O.S.Vestt og Fræðslumiðstöðvar fara saman með gerð samningsins en það er að efla sí- og endurmenntun í heimabyggð. Með aukinni þátttöku í sí- og endurmenntun má búast við að hæfni og þekking á vinnumarkaði aukist sem og velferð. Þetta er hagsmunamál enda er það eitt af markmiðum sóknaráætlunar fyrir Vestfirði að tryggja aðgengi að menntun og með því stuðla að hækkuðu menntunarstigi í fjórðungnum. Spennandi er að sjá hvort verkefnið verður til þess að auka þátttöku félagsmanna F.O.S.Vest í sí- og endurmenntun.

Covid-19

Covid-19

Á hádegi í dag taka gildi  hertar reglur vegna Covid-19, en gripið er til þeirra vegna aukins fjölda smita í samfélaginu. Í ljósi þess hvetjum við félagsmenn okkar til að gæta smitvarna og nýta rafræn samskipti við skrifstofuna eins og við verður komið.

 

Skrifstofa BSRB lokar vegna sumarleyfa

Skrifstofa BSRB lokar vegna sumarleyfa

 

Skrifstofa BSRB verður lokuð í þrjár vikur í sumar vegna sumarleyfa starfsmanna eins og undanfarin ár. Við lokum mánudaginn 13. júlí og opnum aftur þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, 4. ágúst.

Vonandi geta félagsmenn og starfsmenn aðildarfélaga komist í gott frí í sumar eftir viðburðaríkan og á tíðum strembinn vetur með kjarasamningum, kórónaveiru og öðrum erfiðum verkefnum. Við bendum á nýjan vinnuréttarvef BSRB þar sem leita má svara við ýmiskonar álitamálum varðandi réttindi opinberra starfsmanna.