FOSVest FOSVest | þriðjudagurinn 12. apríl 2016

"Fyrstur kemur, fyrstur fær"

Nú er lokið við úthlutun á umsóknum um sumarorlofstímabilið. Alls sóttu 77 félagar um og 56 var úthlutað. Búið er að opna fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" og geta því félagsmenn sótt um það sem út af stendur. Stjórn orlofssjóðs hvetur félagsmenn til að skoða það sem í boði er og sérstaklega er bent á að enn eru laus tímabil í orlofshúsi á Spáni. Nánar um lausar vikur á orlofsvefnum. f.h. stjórnar orlofssjóðs Samflots Guðbjörn

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 21. mars 2016

Endurbætur á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi

Ágætu félagsmenn. 

Endurbætur hafa staðið yfir á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi Vörðuás 20.  Bústaðurinn var orðinn ansi gamall og þreyttur og þarfnaðist viðhalds.  

Endurbæturnar fólust í að skipta um lagnir og rafmagn.  

Skipt var um klæðningu og settur nýr hvíttaður panill á veggi. Nýtt parket, innihurðir og ný eldhúsinnrétting ásamt húsbúnaði.  

Vonar stjórn félagsins ásamt stjórn orlofssjóðs að endurbætur á orlofshúsi félagsins í Munaðarnesi verði félagsmönnum F.O.S.Vest til heilla og ánægju.  

Myndir frá bústaðnum má einnig skoða inná heimasíðu www.samflots.is undir orlofshús. 

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 21. mars 2016

Orlofsblað 2016

Orlofsblaðið 2016  sjá hér.   

Nú ætti orlofsblað Samflots fyrir árið 2016 að vera að detta inn hjá félagsmönnum. Þar er að finna allt það sem í boði er fyrir komandi ár í orlofsmálum. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér það vel og vera duglegir að nýta þessa möguleika.

Alveg sérstaklega viljum við benda fólki á að enn eru laus tímabili í orlofshúsinu á Spáni í júní og júlí. Ef einhver hefur áhuga á að fara ódýrt til Spánar þá er þetta upplagt tækifæri. Bara fara inn á orlofsvefinn, (sjá hér til hægri á síðunni) og skoða hvaða tímabil eru í boði.

Ef einhverjir sjá þetta en hafa ekki fengið orlofsblaðið og telja sig eiga rétt á því eru vinsamlega beðnir að hafa samband við formann orlofsmála í síma 899-6213

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 9. mars 2016

Opnun á sumarorlofstímabili 2016

Ágætu félagsmenn. Við minnum á að opnað verður fyrir umsóknir á orlofsvef Samflots þann 10. mars þar sem opnað verður fyrir tímabilið 20. maí til 16. sept. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Úthlutun fer síðan fram þann 2. apríl og póstur fer til umsækjanda þann dag og 3. apríl. Aðeins verður hægt að sækja um vikuleigu í sumarhúsum og íbúðum á þessu tímabili en þegar úthlutun hefur farið fram og opnað hefur verið fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" þá geta félagsmenn sótt um helgar- og dagsleigu í íbúðum á vegum Samflots. Orlofsblað Samflots er á leiðinni í póst og ætti að berast félagmönnum strax í næstu viku. Við hvetjum félaga til að vera duglega að nýta sér það sem í boði er. Orlofsnefnd Samflots.

Félagið vill benda á að fimmtudagskvöldið 10. mars, kl. 17 – 19 verður 3. erindið í fyrirlestraröðinni um Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri.

 

Finnbogi Sveinbjörnsson, Gabríela Aðalbjörnsdóttir, Harpa Kristjánsdóttir og Fanney Pálsdóttir fjalla um stéttarfélög, Starfsendurhæfingu og Virk.

 

Erindin verða hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði, en verði þátttakendur á Hólmavík eða Patreksfirði verður notaður fjarfundabúnaður til að tengja fólk saman.

 

Tími: Fimmtudagur 10. mars

Tími: Kl. 17 − 19.

Verð: 1.000 kr. á mann.

FOSVest FOSVest | þriðjudagurinn 23. febrúar 2016

Afgreiðsla umsókna Starfsmenntunarsjóðs

Fundur stjórnar Starfsmenntunarsjóðs var haldinn í gær 22.02.2016.

Afgreiðsla umsókna verður í lok vikunnar. 

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 1. febrúar 2016

Breyting á umsóknarfresti um orlofshúsið á Spáni

Þann 10. janúar var opnað fyrir umsóknir vegna páska- og sumarstímabils fyrir Spánarhúsið 2016. 

Ábendingar hafa komið um að umsóknarfresturinn væri of rúmur og er hér með brugðist við því. Umsóknarfrestur er því til 19. febrúar, bæði fyrir páska og sumartímabil, sjá hér fyrir neðan.

Umsóknartímabil fyrir páska opnar 10. janúar til 19. febrúar.

Umsóknartímabil fyrir sumarið opnar 10. janúar til 19. febrúar.


Úthlutað er til félagsmanna vikuna eftir lokun umsóknartímabila.

Tveggja-vikna tímabil, ekki verður hægt að fá staka viku á þessum tímabilum.

Tímabilið kostar 72.000 kr. 

22. mars – 5. apríl, páskar.

17. maí – 31. maí 31. maí – 14. júní

14. júní – 28. júní 28. júní – 12. júlí

12. júlí – 26. júlí 26. júlí – 9. ágúst

9. ágúst – 23 ágúst 23. ágúst – 6. sept.


Á öðrum tímum verður hægt að kaupa 1 eða 2 vikur að vild. Vikan kostar 37.000 kr.

Upplýsingar um húsið má finna inn á heimasíðu www.tilspanar.is

Nánari upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti til félagsmanna. Ef einhver félagsmaður hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn að hafa samband við Guðbjörn í síma 899-6213

Orlofsnefndin

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 27. janúar 2016

Starfsmenntunarsjóður

Félagið vill benda á að næsti umsóknarfrestur Starfsmenntunarsjóðs er til 15. febrúar n.k. 

Stjórn starsmenntunarsjóðs fundar í lok febrúar/ byrjun mars og mun taka fyrir umsóknir sem hafa borist fyrir 15. febrúar.

Eldri færslur
Vefumsjón