Jólakveðja

Jólakveðja

Nú er þetta sérstaka og erfiða ár senn á enda. Þó er það svo að 2020 hefur að mörgu leyti verið gott ár þegar horft er á þá kjarabaráttu sem farið hefur fram í skugga heimsfaraldursins. Viðunandi árangur náðist í kjarasamningum á fyrri hluta ársins og raunverulega tókst að stytta vinnuvikuna þó það verði gert með misjöfnu móti þegar upp verður staðið.

Þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hversu mikil styttingin verður hjá öllum félögum í F.O.S.Vest þar sem enn er verið að vinna að útfærslu. Ég hvet þá félagsmenn sem enn eru að vinna að styttingunni á sínum vinnustað til að hafa samband við skrifstofu félagsins ef þeir þurfa aðstoð.

Hluti af samkomulagi um vinnutímastyttingu í síðustu kjarasamningum er að leita skuli leiða til að hagræða þannig að styttingin sé bæði til hagsbóta fyrir starfsmenn og viðkomandi starfsemi. Það er því mikilvægt að félagsmenn leggi sitt af mörkum og sýni ábyrgð þannig að báðir aðilar verði sáttir þegar upp er staðið.

Við höfum öll þurft að leggja mikið á okkur á árinu sama hvaða starfi við gegnum. Félagsmenn F.O.S.Vest eru allir í almannaþjónustu og hafa staðið í Covid-19 eldlínunni eða unnið við að halda innviðum okkar í gangi. Það hafa allir staðið sig frábærlega og ég veit að svo verður einnig á komandi ári. 

Samhjálp er rituð í lög félagsins og á árinu hefur reynt á hana. Þeim félagsmönnum sem hafa veikst og slasast á árinu eða eiga um sárt að binda færi ég sérstakar kveðjur um bata. 

Flest okkar hlakkar til að horfa á eftir 2020 og taka á móti 2021 með von í brjósti um að það verði betra og að við sjáum raunverulega til lands. Með þá von í brjósti óska ég félagsmönnum F.O.S.Vest gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Áfram kaffi- og matartímar þó vinnuvikan styttist

Áfram kaffi- og matartímar þó vinnuvikan styttist

Starfsmenn munu áfram fá sínar kaffipásur þó vinnuvikan verði stytt.
Starfsmenn munu áfram fá sínar kaffipásur þó vinnuvikan verði stytt.

 

Samtalið um styttingu vinnuvikunnar er nú í gangi á fjölmörgum vinnustöðum hjá ríkinu og sveitarfélögum. Eitt af því sem þarf að ræða er fyrirkomulag matar- og kaffitíma.

 

Hægt verður að stytta vinnuvikuna um allt að fjórar klukkustundir á viku en að lágmarki um 65 mínútur og fyrirkomulag matar- og kaffitíma getur verið mismunandi eftir því hversu mikið verður stytt.

 

Vonandi verður ákveðið að stytta vinnuvikuna um hámarkið, 4 klukkustundir, á sem flestum vinnustöðum. Til þess að það geti gengið þarf að endurskoða matar- og kaffitíma. Í dag eru kaffihlé samtals 35 mínútur yfir daginn og teljast þau hluti af vinnutíma. Matartímar teljast hins vegar ekki hluti af vinnutímanum. Þetta þýðir að taki starfsmaður 30 mínútur í mat ætti vinnutíminn að vera til dæmis frá klukkan 8 til 16:30.

 

Á undanförnum árum hefur þróunin á fjölmörgum vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu verið sú að starfsmenn nota launaða kaffitíma í hádeginu, taka 35 mínútur í hádegismat og vinna þannig til dæmis frá klukkan 8 til 16. Það þýðir ekki að starfsmennirnir hafi ekki fengið að taka neinar pásur fyrir eða eftir hádegi. Enda væri það skelfileg stjórnun á vinnustað að ætlast til þess að starfsmenn fái aldrei að taka pásur. Raunin hefur því verið sú að starfsmenn geta tekið hlé frá vinnu, spjallað við vinnufélaga og fengið sér kaffibolla bæði fyrir og eftir hádegi. Þau hlé hafa þó ekki verið tímasett sérstaklega, heldur taka starfsmennirnir pásur þegar það hentar miðað við þau verkefni sem unnið er að.

 

Við styttingu vinnuvikunnar verður fyrirkomulag líkt því sem hér er lýst tekið upp á vinnustöðum þar sem hámarks stytting verður tekin. Starfsmenn gefa eftir forræði á matar- og kaffitímum, sem þýðir að þeir geta ekki notað þennan tíma til að sinna einkaerindum eða fara úr húsi þó þeir geti auðvitað farið á kaffistofu eða í mötuneytið á sínum vinnustað eins og áður. Þeir munu áfram fá kaffitíma og matarhlé, rétt eins og lýst var hér að ofan.

 

Starfsmenn fá pásur

 

Endurskoðun þýðir ekki að starfsmenn fái aldrei að taka pásur. Starfsmenn geta áfram tekið hlé frá vinnu, spjallað við vinnufélaga og fengið sér kaffibolla bæði fyrir og eftir hádegi.

 

Hér þarf sérstaklega að huga að þeim starfsmönnum sem eru með fasta viðveru. Þetta getur til dæmis verið starfsfólk í móttöku og fólk sem vinnur þjónustustörf af ýmsu tagi, til dæmis í grunnskólum, leikskólum og við ýmiskonar umönnun. Ræða verður sérstaklega um þessa hópa þegar starfsfólk á vinnustaðnum ræðir um útfærslu styttingar vinnuvikunnar. Þar mætti til dæmis hugsa sér að búið verði til einhverskonar kerfi til að tryggja þessu starfsfólki afleysingu til að það geti tekið eðlileg matar- og kaffihlé. Þá þarf einnig að ræða sérstaklega hópa sem vinna líkamlega erfiða vinnu og þarf eðlilega hvíld til að geta sinnt sínum störfum út vinnudaginn.

 

Styttingu vinnuvikunnar fylgja ýmsar áskoranir en það er mikilvægt að starfsfólk taki þessu ferli af opnum hug til að tryggja að stærsta breytingu á vinnutíma í nærri hálfa öld gangi vel fyrir sig. Það er hagur okkar allra.

 

Upplýsingar um innleiðingarferlið og fleira sem við kemur styttingu vinnuvikunnar má finna á styttri.is, nýjum vef BSRB um þetta verkefni.

 

Birt á vef BSRB 10.nóvember

Átt þú eftir að sækja um í Styrktarsjóðinn ?

Átt þú eftir að sækja um í Styrktarsjóðinn ?

Við viljum minna félagsmenn okkar á að sækja tímanlega um þá styrki sem hægt er að fá úthlutað árlega. Algengustu styrkirnir sem hægt er að fá úthlutað árlega eru líkamsrækt, sjúkraþjálfun, krabbameinsleit og sálfræðikostnaður. Starfsmenn Styrktarsjóðsins vilja fá umsóknir inn eigi síðar en fimmtudaginn 17. desember þetta árið. Að sjálfsögðu verður engum hafnað sem skilar inn seinna svo framarlega sem það komi fyrir áramót, en til að minnka álagið er betra að sækja um sem fyrst.

Desemberuppbót 2020

Desemberuppbót 2020

 

 

1.7.1          Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt  hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8.

Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun.

Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns.

Persónuuppbót miðað við 100% starfshlutfall á samningstímanum verður sem hér segir:

Fyrir bæjarstarfsmenn FOS-Vest:

1.des. 2020  Kr. 118.750

Fyrir ríkisstarfsmenn FOS-Vest:

1.des. 2020 Kr. 94.000