FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 20. október 2016

Orlofsvefur Samflots - desember

Ágætu félagsmenn, 

Búið er að opna fyrir leigumöguleika á íbúðum og orlofshúsum vegna desember.  

Sjá hér: Orlofsvefur Samflots

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 19. október 2016

Kvennafrí 2016 - Kjarajafnrétti strax!

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Að átakinu standa samtök launafólks og samtök kvenna.

Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. 


Meira
FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 19. október 2016

Leita að stofnunum sem vilja styttri vinnuviku

Auglýst hefur verið eftir umsóknum frá vinnustöðum hjá ríkinu sem vilja taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Í auglýsingu frá velferðarráðuneytinu eru vinnustaðir um allt land hvattir til að sækja um.

Með tilraunaverkefninu er ætlunin að kanna hvort stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 án skerðingar á launum geti leitt til gagnkvæms ávinnings fyrir launafólk og vinnuveitendur. Velja á fjóra vinnustaði til þátttöku í verkefninu. Það mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun standa í eitt ár.


Meira
FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 12. október 2016

Árétting vegna samkomulags um lífeyrismál

Frétt tekin af vef BSRB

Í ljósi yfirlýsingar sem fjármálaráðuneytið hefur birt á vef sínum er rétt að ítreka það sem fram hefur komið um afstöðu BSRB til samkomulags um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.

Afstöðu bandalagsins til þess sem fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins má lesa um í tilkynningu sem BSRB sendi fjölmiðlum í síðustu viku. Einnig má kynna sér afstöðu bandalagsins nánar með því að lesa grein eftir formann BSRB sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku.

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 12. október 2016

Áunnin réttindi sjóðfélaga verði varin

Frétt tekin af vef BSRB

Stjórn BSRB telur að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins endurspegli ekki samkomulag sem heildarsamtök opinberra starfsmanna og fulltrúar ríkis og sveitarfélaga undirrituðu 19. september síðastliðinn. 

Samkvæmt samkomulaginu eiga réttindi núverandi sjóðfélaga að vera jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Frumvarpið tryggir ekki að svo sé.


Meira
FOSVest FOSVest | mánudagurinn 10. október 2016

Umsóknartíma frestað á Spánarhúsinu

Ágætu Samflotsfélagar
 
Vegna ófyrirsjáanlegrar aðstæðna er ekki hægt að opna fyrir umsókn á
orlofshúsinu Mosfelli á Spáni eins og til stóð í dag 10.okt.
Tilkynning þess efnis mun berast eins fljótt og mögulegt er.
 
Vefurinn er ekki að virka sem skyldi og einhver misbrestur hefur verið á umsóknum í orlofshúsin og íbúðirnar
hér heima og er unnið í því að koma því í lag núna.  
Við biðjum félagsmenn um að sýna okkur biðlund þangað til. 
 
F.h.
Orlofsnefndar Samflots 

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 5. október 2016

Spánn - opnað fyrir úthlutun fyrir páska og sumar 2017

Ágæti félagsmaður,

Nú fer að styttast í að félagsmenn fari að velta fyrir sér orlofsmöguleikum næsta árs. Eins og þið vitið þá erum við 4 bæjarstarfsmannafélög í samstarfi um orlofsmál og hefur það gengið vel.

Eitt af því sem við bjóðum upp á er hús á Spáni, nánar tiltekið í Torrevieja á Costa Blancaströndinni, við höfum verið með þetta hús í þrjú ár þannig að þið kannist við þetta. Þeim sem vilja skoða þennan möguleika nánar viljum við benda á vefslóðina www.tilspanar.is.  Þar eru allar upplýsingar um húsið og næsta nágrenni og reyndar allt sem skiptir máli um húsið.

Við viljum með þessu bréfi benda á að við opnum fyrir umsóknir fyrir komandi ár þann 10. október og umsóknarfrestur er til og með 23. október. Úthlutun fer fram 24. október og þá verða send bréf til þeirra sem sækja um. Með þessu erum við að bregðast við óskum félagmanna sem vilja geta séð snemma hvort þeir fái úthlutað húsi á Spáni á næsta ári.

 

Félagsmenn fara sjálfir inn á orlofsvefinn og ganga þar frá sinni umsókn.

 

Gangi ekki allar vikur/tímabil út í þessu umsóknarferli geta félagmenn sótt um þær vikur sem verða lausar og þá gildir reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær. Opnað verður fyrir þann möguleika í byrjun nóvember.

 

Sjá nánar hér

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 3. október 2016

Samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi

Frétt tekin af vef BSRB

BSRB og Alþýðusamband Íslands efna til samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi sem starfa mun leigja út íbúðir til fólks með lágar- og meðaltekjur og verður rekið án hagnaðarmarkmiða. Höfundur bestu tillögunar fær 50 þúsund krónur í verðlaun.

Nýtt íbúðafélag ASÍ og BSRB mun starfa í nýju íbúðakerfi sem verið er að taka upp hér á landi. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd og er því ætlað að verða hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði.

Íbúðfélagið er sjálfseignastofnun sem starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir og er rekin án hagnaðarrmarkmiða. Skilyrði er að íbúðirnar verði leigðar út til fólks með lágar- og meðaltekjur.


Meira
Eldri færslur
Vefumsjón