FOSVest FOSVest | föstudagurinn 26. ágúst 2016

Fáðu fréttabréf BSRB í tölvupósti

Frétt tekin af vef BSRB

 

Það er alltaf mikið af spennandi verkefnum í gangi hjá BSRB og mörg stór mál sem unnið er í hverju sinni. Í takti við nýja tíma hefur bandalagið dregið úr útgáfu á prentuðum blöðum. Þess í stað sendum við mánaðarlega frá okkur rafræn fréttabréf með upplýsingum um það helsta sem er í gangi hjá bandalaginu.

BSRB beitir sér fyrir ýmsum mikilvægum málefnum sem varða félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins miklu. Til dæmis má þar nefna atvinnumál, efnahagsmál, heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnréttismál og fleira.

Nú getur þú á auðveldan hátt fylgst með framgangi þessara mikilvægu mála, auk allra hinna málanna sem skipta ekki minna máli, með því að skrá þig á póstlista BSRB.Skráningin fer fram í gegnum Facebook-síðu bandalagsins, en ekki er nauðsynlegt að nota Facebook til aðskrá sig á póstlistann.

Þeir sem vilja fylgjast með starfsemi bandalagsins ættu einnig að fylgjast með Facebook-síðunni okkar og muna að fylgja síðunni.

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 22. ágúst 2016

Lengja ætti fæðingarorlofið strax

Ástæða er til að fagna því að félagsmálaráðherra hafi nú lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingarorlof sem byggir á tillögum starfshóps sem kynntar voru síðastliðið vor.

BSRB styður áformaðar breytingar, en bendir á að afar lítill tími er til stefnu fyrir Alþingi að fjalla um málið og samþykkja frumvarpið áður en þing verður rofið og boðað til kosninga. Binda má vonir við að þverpólitískt samkomulag náist um að afgreiða málið hratt og vel á þingi, enda mikil og góð undirbúningsvinna verið unnin í starfshópi, þar sem fulltrúi BSRB átti sæti.


Meira
FOSVest FOSVest | þriðjudagurinn 16. ágúst 2016

Fræðslumiðstöð Vestfjarða - haust og vetrarnámskeiðin hefjast

Sterkari í seinni hálfleik

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir verður með þetta vinsæla námskeið á Ísafirði.

 

Eftir námskeiðið ættir þú að:

  • Vita betur hvernig þú getur þróað starfsferil þinn með framtíðarþarfir í huga.
  • Hafa betri hugmynd um hvaða áskoranir geta komið upp á miðjum aldri og hvernig á að bregðast við.
  • Skilja mikilvægi þess að lífslíkur hafa aukist til muna - hvernig undirbýrð þú þig fyrir að lifa til hundrað ára?

 

Dagsetning: Fimmtudagur 25. ágúst 2016.

Tími: Kl. 17 − 19.

Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12. Sent um fjarfundabúnað til Hólmavíkur og Patreksfjarðar.

Verð: 11.900 kr. á mann.

 

Skráning og nánari upplýsingar á www.frmst.is

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 15. ágúst 2016

Umsóknarfrestur - Starfsmenntunarsjóður

Umsóknarfrestur Starfsmenntunarsjóðs er til 15. ágúst.  Umsóknir eru lagðar fyrir stjórn Starfsmenntunarsjóðs í lok ágúst/byrjun september.  

Með umsóknum þarf að fylgja reikningur ásamt greiðslukvittun.  

FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 11. ágúst 2016

Byggjum upp fjölskylduvænt samfélag

Það er auðvelt að venjast því í sumarfríinu að geta eytt gæðastundum með fjölskyldum og vinum frekar en vinnufélögum. BSRB telur mikilvægt að fjölga þessum gæðastundum allan ársins hring með styttingu vinnuvikunnar. Markmiðið er að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna.


Meira
FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 25. maí 2016

Aðalfundur F.O.S.Vest

Aðalfundur F.O.S.Vest fyrir árið 2015 var haldinn á Hótel Ísafirði í gær.

Gylfi Guðmundsson var endurkjörinn formaður og Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir og Hálfdán Bjarki Hálfdánsson voru endurkjörin.

Stjórnin verður því óbreytt til næsta aðalfundar.

 

Formaður :        Gylfi Guðmundsson

Varaformaður:    Gunnfríður Magnúsdóttir

Ritari:               Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Gjaldkeri:          Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Meðstjórnandi:  Margrét Gunnarsdóttir

 

Varamenn:

Þórður Jóakim Skúlason

Jóhann Króknes Torfason

Kristín Guðrún Gunnarsdóttir

 

Skoðunarmenn reikninga:

Guðmunda Ólöf Högnadóttir

Hjörtur Arnar Sigurðsson

Til vara:

Randý Guðmundsdóttir

Hólmfríður Bóasdóttir

 

Félagið vill þakka þeim félagmönnum sem mættu á aðalfundinn, einnig vill félagið þakka öllum félagsmönnum sínum ánægjulegt og gott samstarf á liðnu starfsári.  

FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 12. maí 2016

Aðalfundur

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn  þriðjudaginn 24. maí 2016 kl. 18:00, á Hótel Ísafirði.

 

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisrétt.

 

Boðið verður upp á léttan málsverð að lokinni hefðbundinni dagskrá. 

Áríðandi er að staðfesta þátttöku við skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða á netfangið fosvest@fosvest.is í síðasta lagi mánudaginn 23. maí 2016.

 

Hið árlega ferðaávísanalottó verður á sínum stað.

 

Kveðja,

Stjórn F.O.S.Vest

FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 28. apríl 2016

Málþing BSRB og ASÍ

Frétt tekin af heimasíðu BSRB

 

Mikill meirihluti landsmanna, rúm 80%, vill að heilbrigðiskerfið sé rekið að miklu eða mestu leyti á samfélagslegum grunni, af stofnunum sem eru í eigu almennings. Þrátt fyrir þá afgerandi andstöðu við einkarekstur sem kannanir sýna áforma stjórnvöld nú að opna þrjár nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Lítil umræða hefur átt sér stað um þessa ákvörðun, sem var tekin af heilbrigðisráðherra án þess að Alþingi fengi að koma að málinu, eða fjalla um málið.

Með því að auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu er verið að breyta kerfinu, mögulega til framtíðar, án þess að almenningur fái að hafa sitt að segja, fjalla um þá kosti og galla sem eru á hverju rekstrarformi fyrir sig.

Til að auka á umræðuna ætla BSRB og ASÍ að standa sameiginlega að málþingi þriðjudaginn 3. maí. Yfirskrift málþingsins verður: Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?

Sérfræðingarnir svara
Til að svara þessari spurningu höfum við fengið Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, og Þórarinn Ingólfsson, formann Félags íslenskra heimilislækna.

Að framsögum loknum munu frummælendur skipa pallborð ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmanni og formanni Velferðarnefndar Alþingis, og Ragnheiði Ríkarðsdóttur, þingmanni sem á sæti í Velferðarnefnd Alþingis.

Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrá málþingsins 3. maí. Þá hefur verið stofnaður viðburður á Facebook þar sem hægt er að fá upplýsingar, koma spurningum á framfæri. Þeir sem vilja geta skráð sig til þátttöku á Facebook, en það er ekki nauðsynlegt. 

Við hverjum fólk til að fjölmenna!

Eldri færslur
Vefumsjón