FOS Vest FOS Vest | þriðjudagurinn 4. nóvember 2008

Skattbyrði aukist mest hjá lægri tekjuhópum

Frá árinu 1993 til ársins 2007 hefur meðalhlutfall í tekjuskatti einstaklinga hækkað um rúmlega fimmtung og skattbyrði aukist mest í lægri tekjuhópunum. Þetta er ein af niðurstöðum í skýrslu nefndar á vegum fjármálaráðuneytisins sem hafði meðal annars það hlutverk að fara yfir íslenska skattkerfið. Nefndin lauk störfum 11. september síðastliðin eftir um tveggja og hálfs árs starf. Formaður nefndarinnar var Friðrik Már Baldursson og var fulltrúi BSRB í nefndinni Ragnar Ingimundarson hagfræðingur.Í 7. kafla skýrslunnar sem jafnframt er lokakafli hennar er fjallað um tekjujöfnun og skattbyrði í íslenska skattkerfinu. Þar kemur m.a. fram að á árabilinu 1993 til 2005 hafi skattbyrðin aukist um rúmlega 10 prósentustig í lægstu tekjubilum en fari minnkandi við hækkandi tekjur og deyi út við 90% mörkin (sjá töflu 7.2 hér að ofan). Ástæður þessarar þróunar eru m.a. sagðar vera vegna lækkandi álagningarhlutfalls sem ekki hafi dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar, afnáms hátekjuskatts og lægri skatts af fjármagnstekjum.

Ef litið er til þeirra 5% hjóna sem höfðu hæstu tekjurnar hefur meðalskatthlutfallið lækkað verulega innan þess hóps eða um rúm 15 prósentustig ef litið er til heildartekna en um tæp 4% ef eingöngu er litið til heildarlauna. Þessi munur skýrist að stórum hluta af mikilli aukningu fjármagnstekna sem taldar eru með í heildartekjum en eru undanskildar þegar skattbyrði heildarlauna er reiknuð.

Á síðum 88 - 95 í skýrslunni er fjallað um tekjujöfnun og skattbyrði í íslenska skattkerfinu.

Sjá skattaskýrsluna í heild sinni

FOS Vest FOS Vest | mánudagurinn 3. nóvember 2008

Fólk hvatt til að greiða félagsgjöld stéttarfélaga

Fólk hvatt til að greiða félagsgjöld stéttarfélaga

Með því að greiða félagsgjald til stéttarfélaga þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi heldur viðkomandi ýmsum réttindum hjá félaginu.

„Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki.

Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú ýmsum réttindum þínum hjá félaginu.
Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi fyllir þú út umsóknareyðublað um greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði eða hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þá þarf að merkja við að þú viljir að félagsgjöld séu dregin af viðkomandi greiðslum. Með því að greiða ekki félagsgjald tapast ýmis mikilvæg réttindi".

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 10. október 2008

Námskeið. úr mínus í plús.

FOS Vest FOS Vest | fimmtudagurinn 2. október 2008

Er gagn af starfsmannastefnum ríkisstofnana?

Fyrirlestur Ómars H. Kristmundssonar, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands - Er gagn af starfsmannastefnum ríkisstofnana?

Æ fleiri fyrirtæki og stofnanir á Íslandi setja sér skriflega starfsmannastefnu. Fram að þessu hafa litlar upplýsingar verið fyrirliggjandi um hvernig staðið er að mótun og framkvæmd slíkrar stefnu - og um hugsanleg áhrif hennar.
Í rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem fram fór 2006 og 2007 og um tíu þúsund starfsmenn tóku þátt, bæði stjórnendur og aðrir starfsmenn, var kannað hve margar ríkisstofnanir eru með skriflega starfsmannastefnu, hvernig hefði verið staðið að undirbúningi hennar og hvort og þá hvernig henni væri framfylgt. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu niðurstöður og reynt að svara á grundvelli þeirra hvaða þættir það eru sem áhrif hafa á gagnsemi starfsmannastefna.

Fyrirlesturinn verður á morgun 3. okt. í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101 kl. 12-13.

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 26. september 2008

Kynningarfundir um ný skólalög og nýja menntastefnu.

Kynningarfundir um ný skólalög og nýja menntastefnu
Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga standa fyrir kynningarfundum um ný skólalög og nýja menntastefnu í öllum landshlutum.
Ný lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla ásamt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjóra voru samþykkt á Alþingi í vor og hafa tekið gildi.
Ný menntastefna (www.nymenntastefna.is) er boðuð með nýjum lögum og fylgja henni margháttaðar breytingar og ný verkefni fyrir sveitarfélög. Menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga tóku ákvörðun um að halda sameiginlega kynningarfundi um land allt þar sem nýju lögin eru til umræðu og áhrif þeirra á skólahald sveitarfélaga.
Sjá nánar

http://www.samband.is/news.asp?id=369&news_id=1344&type=one

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 19. september 2008

ný námskeið komin inn.

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 19. september 2008

Málþing um eldri starfsmenn

Geta eldri starfsmenn verið lykillinn að velgengni fyrirtækja? Þessi spurning verður rædd og reifuð á málþingi á vegum Verkefnisstjórnar 50+ sem haldið verður í Ketilshúsi á Akureyri fimmtudaginn 25. september milli klukkan 13 og 16.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra mun ávarpa málþingið og fjölmörg erindi verða flutt. Ráðstefnustjóri er Kristín Ástgeirsdóttir.

Sjá nánar um dagskrá málþingsins HÉR.

FOS Vest FOS Vest | fimmtudagurinn 11. september 2008

Minnum á aðalfund félagsins 14.september n.k. kl.15:00

Boðun til aðalfundar

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn á Hótel Ísafirði þann 14.september n.k. kl. 15:00.

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins til fundardags.

Kaffiveitingar.


Kveðja Stjórnin.

Eldri færslur
Vefumsjón