FOS Vest FOS Vest | mánudagurinn 5. maí 2008

Orlofsuppbót 01.maí 2008

Orlofsuppbót 1. maí 2008 kr. 23.600,-
Gildir fyrir starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra.

Orlofsuppbót 1. júní 2008 kr. 23.600,-
Gildir fyrir starfsmenn ríkisstofnanna.

FOS Vest FOS Vest | laugardagurinn 26. apríl 2008

Breytingar á skrifstofu

Þær breytingar hafa orðið á rekstri skrifstofunnar að Kristín Álfheiður Arnórsdóttir hefur látið af störfum og er henni hér með þökkuð störf hennar fyrir félagið undanfarin tvö ár. Í hennar stað hefur Ólöf Hildur Gísladóttir verið ráðin. Ólöf Hildur var áður starfsmaður félagsins á árunum 2003 - 2005 og bjóðum við hana velkomna til starfa.
Til að byrja með verða breytingar á opnunartíma skrifstofu eftirfarandi:
Mánudaga til föstudaga kl. 10:00 - 15:00

Stjórnin.

FOS Vest FOS Vest | fimmtudagurinn 28. febrúar 2008

Fyrri hluta af trúnaðarmannanámskeiði I lokið

Hópur trúnaðarmanna Verk Vest og F.o.s. Vest

Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Félag opinbinberra starfsmanna á Vestfjörðum stóðu fyrir sameiginlegu trúnaðarmannanámskeiði í samvinnu við félagsmálaskóla alþýðu dagana 20 - 22. febrúar sl. Þáttakendur á námskeiðinu voru sammála um að það hefði gefist vel og sérstaklega ver gerður góður rómur að fyrirkomulagi námskeiðsins þ.e. að blanda almenna vinnumarkaðnum með opinbera geiranum. Sem sýnir einmitt nauðsyn þess að gott samstarf sé á milli félaganna. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þau Sigurlaug Gröndal og Helga B. Pálsdóttir frá Mími símenntun og Magnús Norðdahl lögfræðingur hjá ASÍ. Stefnt er að því að halda framhaldsnámskeið fyrir trúnaðarmenn í apríl.

FOS Vest FOS Vest | fimmtudagurinn 14. febrúar 2008

Starfsmenntunarsjóður eyðublað

Umsóknareyðublað starfsmenntunarsjóðs F.o.s. Vest.

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 25. janúar 2008

Leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana

Evrópusamtök sveitarfélaga (CEMR) og Evrópusamtök launafólks í almannaþágu (EPSU) hafa í sameiningu gefið út leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana í sveitarfélögum. Leiðbeiningarnar taka m.a. mið af gerðum Evrópusambandsins um jafnréttismál, jafnréttissáttmála CEMR, samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um jafnréttismál auk þess sem þær byggja á reynslu þeirra sem náð hafa hvað bestum árangri á þessu sviði.

Í leiðbeiningunum eru m.a. skilgreind fjögur sk. undirbúningsstig þar sem lögð er áhersla á samvinnu sveitarfélags og viðkomandi stéttarfélaga. Tilgreind eru ýmis atriði sem æskilegt er að tekið sé á í jafnréttisáætlun og má þar m.a. nefna ráðningarform, tækifæri mismunandi hópa til endurmenntunar, öryggismál, kynferðislegt áreiti og mismunandi áhrif skipulagsbreytinga á starfshópa svo eitthvað sé nefnt. Þá fylgir leiðbeiningunum gátlisti og sniðmát, en hvorutveggja getur verið mjög gagnlegt við gerð jafnréttisáætlana. Loks er að finna yfirlit yfir gerðir Evrópusambandsins og greint frá stöðu mála í flestum Evrópuríkjum.

Skv. lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ber sveitarstjórnum á Íslandi að gera jafnréttisáætlanir í upphafi kjörtímabils, sbr. 10. gr en þar segir:

10. gr. Jafnréttisnefndir sveitarfélaga.
Sveitarstjórnir skulu, að loknum sveitarstjórnarkosningum, skipa 3-5 manna jafnréttisnefndir sem hafi með höndum jafnréttismál innan sveitarfélagsins samkvæmt lögum þessum. Skulu nefndirnar vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Skulu nefndirnar hafa umsagnarrétt um eða umsjón með gerð jafnréttisáætlana sveitarstjórna til fjögurra ára sem lagðar skulu fram eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.

Sveitarfélög hafa nú fengið ágætis tæki í hendur sem ætti að auðvelda þeim að uppfylla framangreindar skyldur.

Nánari upplýsingar veita Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri Þróunar- og alþjóðasviðs: anna.gudrun.bjornsdottir@samband.is og Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður Brusselskrifstofu: anna.margret.gudjonsdottir@samband.is.

FOS Vest FOS Vest | föstudagurinn 25. janúar 2008

Trúnaðarmenn athugið!

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn í febrúar, bæði byrjendanámskeið og framhaldsnámsskeið. Vinsmlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu F.O.S.Vest.sem fyrst, í síma 456-4407, á fosvest@snerpa.is eða gsm.899-0773.
Nánari tilhögun verður send út þegar fjöldi þátttakenda er ljós.

FOS Vest FOS Vest | miðvikudagurinn 23. janúar 2008

Félagsmenn athugið!

Tölvur og tölvunotkun
Fjarnám fyrir þig- þegar þér hentar- þar sem þér hentar!
Námskeið sem hafa hlotið frábærar viðtökur

Tölvur og tölvunotkun eru netnámskeið sem kenna byrjendum og lengra komnum á tölvur og ýmis tölvuforrit og efla þar með almennt tölvulæsi starfsmanna. Námskeiðin fara öll fram í fjarnámi undir öruggri leiðsögn kennara og eru félagsmönnum aðildarfélaga Fræðslusetursins Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Námskeið vorannar 2008:
Tölvur og tölvunotkun- Grunnnám (80 stundir)
Hér er um að ræða 10 vikna tölvunámskeið og eru engar forkröfur til fyrri þekkingar gerðar. Farið er í tölvufærni, stýrikerfið, word, excel, internetið og tölvupóst og upplýsingatækni. Námskeiðið hefst 11. feb.
Nánari upplýsingar og skráning á www.smennt.is

Tölvur-og tölvunotkun- Outlook- framhaldsnámskeið (26 stundir)
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur í fjarnámi. Outlook er fjölþætt samskiptaforrit og sérlega hentugt fyrir fólk sem vill bæta skipulag, tímastjórnun, verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.

Námskeiðið hefst 11. feb.
Nánari upplýsingar og skráning á www.smennt.isTölvur og tölvunotkun –Excel- framhaldsnámskeið (26 stundir)
Á námskeiðinu er farið í flóknari hluta töflureiknisins Excel og nemendum kennt hvernig láta megi forritið vinna fyrir sig og einfalda þannig verklag. Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur í fjarnámi. Námskeiðið hefst 3. mars.
Nánari upplýsingar og skráning á www.smennt.is

Ef upp koma vandkvæði varðandi að skrá sig eða einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband í síma: 525 8395

FOS Vest FOS Vest | mánudagurinn 21. janúar 2008

Vika vistvænnar orku

Vika vistvænnar orku verður haldin í Brussel og víðar í Evrópu dagana 28. janúar - 1. febrúar nk. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um vistvæna orku, en sérstök áhersla verður lögð á hlutdeild og ábyrgð sveitarfélaga í þeim efnum. Fjölbreytt dagskrá verður í Brussel alla vikuna og meðal þess sem í boði verður eru fyrirlestrar um nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Eldri færslur
Vefumsjón