FOS Vest FOS Vest | þriðjudagurinn 18. nóvember 2008

Fjármálaráðherra boðar niðurskurð eftir niðurskurð

Fulltrúar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna bjuggust ekki við að Árni Mathiesen fjármálaráðherra boðaði fagnaðarerindi af neinu tagi í ræðu sinni í dag en myndin sem hann dró upp af ástandinu var greinilega enn svartari en margir höfðu búist við að sjá. Hann áætlaði að heildartekjur ríkissjóðs myndu dragast saman um fjórðung árið 2009, miðað við samsvarandi tölur í ár. Þar vegur þyngst að stofnar tekjuskatts og fjármagnstekna rýrna um meira en helming og allir skattstofnar dragast saman. Sjá nánar

http://www.samband.is/news.asp?id=366&news_id=1366&type=one

Áhrif EES-réttar á starfsemi stjórnsýslunnar- túlkun og framkvæmd þeirra laga, sem samningurinn nær til
Námskeið fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.00-16.00 í fyrirlestrasal Þjóðminjsafns.


Þátttakendur: námskeiðið er öllum opið, en er einkum ætlað lögfræðingum og öðrum þeim er koma að framkvæmd og túlkun laga í stjórnsýslunni.
Kennari: Kjartan Björgvinsson, LLM, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, sjá nánar hér f. neðan.
Verð: Kr. 10.500.-
Skráning:http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/ees

Þótt reglur EES-samningsins fjalli ekki beinlínis um starfsemi stjórnsýslunnar eru áhrif hans engu að síður mikil. Með ákvæðum laga nr. 2/1993 er meginmál samningsins lögfest og þar er einnig lögð sú skylda á stjórnvöld, að skýra skuli lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja, að svo miklu leyti sem við á.

Efni: Í námskeiðinu verður fjallað um hversu víða áhrifa samningsins gætir við túlkun og framkvæmd laga í stjórnsýslunni, hvort sem um er að ræða framkvæmd skattalaga, opinber innkaup, umhverfisvernd eða aðgangi að gögnum í stjórnsýslunni. Verður umfjöllunin studd raunhæfum dæmum. Sérstaklega verður vikið að álitaefnum varðandi skuldbindingar ríkisins í tengslum við tryggingasjóð innstæðueigenda og setningu laga nr. 124/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.
Í lokin verður fjallað stuttlega um uppbyggingu stjórnsýsluréttar Evrópusambandsins og hvernig hann hefur mótast sem sjálfstætt réttarsvið. Spurt hvort líklegt sé að þróunin verði á þann veg að aðildarríkin verði tilneydd að laga stjórnsýslureglur sína í meira meiri að kröfum þeirra reglna sem leiða af Evrópurétti og hvort slík þróun leiði þá til aukinnar samræmingar.

Kennari: Kjartan Björgvinsson, LLM, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Kjartan lauk embættisprófi í lögfræði (cand.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2002 og prófraun til öflunar réttinda til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2003. Hann hefur frá árinu 2002 starfað sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Hann sinnti verkum skrifstofustjóra hjá embættinu 2004-2005 en hefur starfað sem aðstoðarmaður umboðsmanns frá 1. október 2006. Hann hefur samhliða sinnt kennslu m.a. í stjórnsýslurétti I, II og III við lagadeild Háskóla Íslands sem og rannsóknum við Lagastofnun Háskóla Íslands. Hann lauk LLM prófi í Evrópu- og stjórnskipunarrétti við London School of Economics and Political Science árið 2006.

FOS Vest FOS Vest | mánudagurinn 17. nóvember 2008

Fræðslusetrið starfsmennt - Fréttabréf

Nýtt fréttabréf komið út
Smelltu hér til að lesa það


Kveðja,

Fræðslusetrið Starfsmennt

FOS Vest FOS Vest | mánudagurinn 17. nóvember 2008

Erindi af fjármálastefnu sveitarfélaga

Hér er hægt að sjá öll erindi sem flutt voru á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Slóð
http://www.samband.is/template1.asp?id=2421

FOS Vest FOS Vest | mánudagurinn 17. nóvember 2008

Morgunverðarfundur um stöðu eldra fólks á vinnumarkaði

Morgunverðarfundur um stöðu eldra fólks á vinnumarkaði
Morgunverðarfundur verður haldinn miðvikudaginn 19. nóvember 2008 kl. 8.30 -10:00 á Grand hóteli í Reykjavík, salur Háteigur B, þar sem fjallað verður um stöðu miðaldra og eldra fólks nú þegar þrengir að á vinnumarkaði. Á fundinum munur þrír frummælendur fjalla um sérstöðu hópsins í þróun og ástandi samtímans. Morgunverður framreiddur frá kl. 08.00. Allir velkomnir. Sjá nánar

http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1420/

FOS Vest FOS Vest | þriðjudagurinn 11. nóvember 2008

NOFS sendir BSRB og íslensku þjóðinni samstöðukveðju

 NOFS (Nordens Offentliganställdas Fackliga Samorganisation) sem er norrænn samstarfsvettvangur Eurec og EPSU, og BSRB er aðili að, hefur sent BSRB samstöðukveðju vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Íslendingar eiga nú við að glíma. Segir í kveðjunni að NOFS hafi verulegar áhyggjur af stöðunni hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar í heiminum.


„Þetta er afleiðing af þeirri hugmyndafræði sem hefur verið ráðandi í stórum hluta heimsins undanfarin ár. BSRB og NOFS hafa í mörg ár gagnrýnt að markaðsöflunum hefur verið gefinn allt of laus taumur án þess að yfirvöld hafi haft nægilegt eftirlit og stjórn á þróuninni. Nú er það almenningur sem fær reikninginn, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. NOFS lýsir því yfir samstöðu og stuðningi við íslensku þjóðina. Við munum líka hvetja ríkisstjórnir okkar til að aðstoða Ísland þannig að þjóðin þurfi ekki að líða fyrir óheft frelsi markaðsaflanna."

Þá segir í kveðjunni frá NOFS að ef BSRB þurfi á stuðningi að halda muni samtökin reyna að koma til móts við þær óskir.
Undir samstöðukveðjuna rita Jan Davidsen forseti samtakanna og Kjartan Lund aðalritari.

Bréfið frá NOFS fer hér á eftir á sænsku á eftirfarandi hlekk.

www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1413/

 

FOS Vest FOS Vest | þriðjudagurinn 11. nóvember 2008

Samið við NTV um afslátt og sérstök námskeið fyrir BSRB félaga

Undirritaður hefur verið samningur á milli BSRB og Nýja tölvu- og viðskiptaskólan um afsláttakjör fyrir BSRB félaga og sérstök námskeið í Office 2007 tölvuforritum, sem er nýjasta uppfærsla af algengustu forritum fyrir PC-tölvur. Samninginn undirrituðu Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður fræðslunefndar BSRB og Jón Vignir Karlsson skólastjóri NTV.
Í samningnum felst m.a. að NTV veitir félagsmönnum og starfsmönnum aðildarfélaga og starfsmönnum BSRB 15% afslátt af öllum námskeiðum og námsbrautum sem NTV býður upp á. Ef NTV býður upp á önnur sérstök afsláttarkjör (t.d. fyrir þá sem skráðir eru atvinnulausir hjá Vinnumiðlun) þá dragast þau afsláttarkjör frá þ.e.a.s. ekki geti orðið um samanlagðan afsátt að ræða.

Þá tekur NTV að sér að skipuleggja og halda 25 „Office 2007 námskeið" samanber meðfylgjandi lýsingu á árinu 2009. Náist ekki að halda þessi 25 námskeið á árinu 2009 verða þau námskeið sem eftir eru haldin á vorönn 2010. Námskeiðin kostar 36.000 kr. á nemanda og eru öll námsgögn innifalin í því verði. Verð námskeiðsins verður uppfært 1. janúar 2010 miðað við verðlagsþróun.

 

Sjá samning BSRB og NTV

 

Sjá upplýsingar um Office 2007 námskeiðin

FOS Vest FOS Vest | fimmtudagurinn 6. nóvember 2008

Sálrænn stuðningur í efnahagsþrengingunum

Elín Jónasdóttir sálfræðingur Rauða krossins mun halda fyrirlestur á vegum BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu í fundarsölunum á jarðhæð BSRB - hússins þriðjudaginn 11. nóvember kl. 9:00 - 10:30. Fyrirlesturinn fjallar um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum og er hugsaður fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga BSRB.
Fundurinn verður sendur í fjarfundarbúnaði til 6 staða á landinu. Það er til Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, Egilsstaða, Vestmannaeyja og Selfoss. Skráning á námskeiðið er á skrifstofu BSRB í síma 525 8300, eða í netfang bsrb@bsrb.is
Móttökustaðir fjarfundanna eru:
Ísafjörður, fundarsalur Heilbrigðisstofnunarinnar.
Sauðárkrókur, Sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Akureyri, Símey, Þórsstíg 4.
Egilsstaðir, Þekkingarnet Austurlands, Tjarnarbraut 39e.
Vestmannaeyjar, Viska, Strandvegi 50.
Selfoss, Fræðslunet Suðurlands, Tryggvagötu 25.

BSRB býður upp á kaffi og meðlæti á fundunum.
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og honum síðan streymt á heimasíðu BSRB.

Eldri færslur
Vefumsjón