Desemberuppbót 2020

Desemberuppbót 2020

 

 

1.7.1          Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt  hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8.

Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun.

Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns.

Persónuuppbót miðað við 100% starfshlutfall á samningstímanum verður sem hér segir:

Fyrir bæjarstarfsmenn FOS-Vest:

1.des. 2020  Kr. 118.750

Fyrir ríkisstarfsmenn FOS-Vest:

1.des. 2020 Kr. 94.000

Aðalfundur F.O.S.Vest og stytting vinnuvikunnar

Aðalfundur F.O.S.Vest og stytting vinnuvikunnar

Kæri félagi

Nú líður senn að aðalfundi F.O.S.Vest, sem haldinn er óvenju seint og undir óvenjulegum kringumstæðum. Í þetta sinn verður fundurinn fjarfundur sendur út frá skrifstofu félagsins miðvikudaginn 11. nóvember kl. 18:00.

Ég vil hvetja þig þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður til að taka þátt og nýta málfrelsis-, tillögu og atkvæðisrétt þinn.  Til að taka þátt þarft þú að skrá þig á heimasíðu félagsins fyrir 10. nóvember. Daginn fyrir aðalfundinn færð þú sent í tölvupósti upplýsingar um hvernig þú tengist inn á fundinn. Notast verður við Zoom fjarfundakerfið sem margir kannast orðið vel við. Til að allt gangi sem best fyrir sig höfum við fengið okkur til aðstoðar Viðburðaþjónustu Vestfjarða.

Hér er vefslóð til að skrá þátttöku á aðalfundinn:
https://fosvest.is/getum_vid_adstodad/hafa_samband/

Mig langar einnig til að nota þetta tækifæri og ræða styttingu vinnuvikunnar og  segja þér frá þeirri miklu vinnu sem farið hefur fram á vettvangi BSRB við að útbúa fræðsluefni fyrir styttinguna. Hér er vefur BSRB fyrir styttingu: https://www.styttri.is/

Ég vil hvetja þig til kynna þér sem best ferlið, sem gert er ráð fyrir að fylgja við framkvæmd styttingarinnar. Þetta á að vera samráðsferli á hverjum vinnustað, sem endar með því að kosið er um tillögur til styttingar. Það er ekki gert ráð fyrir að vinnuveitandinn setji fram einhliða tillögu til styttingar sem starfsmenn eiga að kjósa um. 

Ég veit að það getur verið erfitt að ræða styttingu vinnuvikunnar við vinnuveitendur í núverandi árferði. Margskonar misskilningur um styttinguna virðist einnig vera í gangi. Ég vil hvetja þig,  ef þú ert að vinna að þessum málum á þínum vinnustað, að kynna þér vel fræðsluefnið og ef þú þarft aðstoð þá er þér velkomið að leita til félagsins. 

Núna er einstakt tækifæri að bæta lífskjör okkar með styttingu vinnuvikunnar og við þurfum að ná góðri niðurstöðu.

Áfram stytting vinnuvikunnar og sjáumst á aðalfundinum!

Aðalfundur  Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum.

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum.

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður  haldinn miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 18:00.

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður fundurinn að þessu sinni haldinn í fjarfundi, sem stjórnað verður frá skrifstofu félagins.

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum  félagsins.

Þá liggur fyrir fundinum tillaga stjórnar um að fá heimild til sameiningarviðræðna við önnur BSRB félög
  
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í fundinum og nýta málfrelsis-, tillögu og atkvæðisrétt.

Skrá þarf þátttöku á fundinum fyrir 10. nóvember 2020 og er það gert á heimasíðu félagsins:
https://fosvest.is/getum_vid_adstodad/hafa_samband/

Kveðja,

Stjórn F.O.S.Vest

Skrifstofan lokuð fyrir heimsóknum

Skrifstofan lokuð fyrir heimsóknum

Skrifstofan verður lokuð fyrir heimsóknum, þar til annað verður ákveðið.

Hægt verður að hafa samband við starfsmann í gegn um spjallið á heimasíðunni, skilaboð á facebook, tölvupóst á fosvest@fosvest.is og svo er hægt að hringja í síma 456 4407.