FOSvest FOSvest | þriðjudagurinn 8. maí 2018

Yfirvinnuskyldan íþyngjandi og ósanngjörn

Ríkari kröfur eru gerðar til opinberra starfsmanna en starfsmanna á almennum vinnumarkaði.
Ríkari kröfur eru gerðar til opinberra starfsmanna en starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

 

Ákvæði um yfirvinnuskyldu opinberra starfsmanna er íþyngjandi og ósanngjarnt og ósvífið að beita því gegn ljósmæðrum sem eiga í kjaradeilu við ríkið, segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er ákvæði um að starfsmenn eigi að vinna þá yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega, en þó ekki meira en átta stundir á viku miðað við fullt starf. Markmiðið með ákvæðinu er að tryggja að grunnþjónustu sé sinnt.

Fjármálaráðuneytið vísaði í þetta ákvæði í bréfi til Ljósmæðrafélags Íslands þar sem brugðist var við ákvörðun félagsins að félagsmenn ætluðu að hætta að vinna yfirvinnu þar til kjarasamningur næðist við ríkið.

BSRB telur ákvæðið óþarfa og vill að það verði fellt niður. Elín Björg segir að nú þegar lífeyrisréttindi hafi verið samræmd milli opinbera og almenna markaðarins séu þetta ákvæði eitt af þeim málum sem þurfi að ræða við stjórnvöld.

Eins og staðan er núna hvíla ríkari skyldur á opinberum starfsmönnum en starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Þrátt fyrir það eru þeir almennt með lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna vinnumarkaðinum. Það er augljóslega óásættanlegt.

Birtist á vef BSRB 03.05.2018

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 3. maí 2018

Það er kominn tími til að breyta reglunum

„Stéttarfélög munu ávallt standa vörð um þau gildi sem eru kjarninn í starfi okkar, en þau eru jöfnuður, virðing, þróun, lýðræði og friður. Einungis með því að stefna að slíkum markmiðum, í krafti sameiginlegra aðgerða og samstöðu, lifir vonin um betri heim,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga, ITUC, í dag, 1. maí 2018.


Meira
FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 3. maí 2018

Stöndum saman gegn aukinni misskiptingu

 

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

Í dag fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks með kröfugöngum og baráttufundum um allt land. Með því sýnum við samstöðuna sem hefur verið lykillinn að árangri verkalýðsfélaga síðustu áratugi og mun verða það áfram.

Við þurfum á samstöðunni að halda nú sem aldrei fyrr. Misskiptingin í samfélaginu blasir við launafólki. Í hvert skipti sem kemur að því að semja um laun stórra stétta heyrist sami söngurinn um að ekki sé hægt að bæta kjörin því annars sé stöðugleikinn úti.

Það virðist alltaf vera þeir hópar sem eru á lægstu laununum sem eiga að bera ábyrgð á stöðugleikanum. Á meðan finnst þingmönnum, ráðherrum og stjórnendum fyrirtækja og stofnana fullkomlega eðlilegt að þeirra laun hækki um upphæðir sem er úr öllu samhengi við það sem launafólk í landinu þekkir. Það er einfaldlega engin þolinmæði eftir gagnvart ofurlaunum og bónusum fyrir stjórnendur fyrirtækja og þá sem sýsla með peninga.

Í síðustu kjarasamningum hafa stéttarfélög lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa. En það þarf að gera betur því lægstu laun eru allt of lág. En hvers vegna finnur fólk ekki fyrir því að lægstu launin hafa hækkað? Á því er einföld skýring. Á meðan verkalýðshreyfingin hefur beitt sér sérstaklega fyrir hækkun lægstu launa hafa stjórnvöld ekki gengið í takt. Dregið hefur verið markvisst úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins, persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun, vaxtabætur og barnbætur hafa verið skertar verulega og húsnæðisbætur sömuleiðis. Þetta er algerlega óþolandi og gegn þessu þurfa stéttarfélögin og bandalög þeirra að berjast.

Það hafa verið átök í verkalýðshreyfingunni undanfarin misseri. Það er heilbrigðismerki að tekist sé á um hugmyndafræði og aðferðir og því eigum við að fagna. En við verðum líka að vera nægilega stór til að standa saman og ná fram kjarabótum fyrir launafólk í landinu, sér í lagi þá sem lægstar hafa tekjurnar. Við þurfum að byggja upp fjölskylduvænt samfélag þar sem áherslan er á velferð, jöfnuð og samhygð. Við erum sterkari saman.

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. 1.maí 2018

FOSvest FOSvest | þriðjudagurinn 1. maí 2018

Formannaskipti

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 30.apríl óskaði Gylfi Guðmundsson eftir að hætta formennsku , en hann er búinn að gegna því embætti í 14 ár.

í hans stað var kosinn Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltúi hjá Ísafjarðarbæ.

Við viljum þakka Gylfa fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og um leið óska nýjum formanni velfarnaðar í starfi

FOSvest FOSvest | mánudagurinn 30. apríl 2018

1.MAÍ

 

Tökum öll þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna.

Union members! Show solidarity and take part in the parade.

Wszyscy bierzemy udzial w pochodzie zwiazków zawodowych.

Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu kl. 14.00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar í fararbroddi.

Dagskráin í Edinborgarhúsinu:

Kynnir verður Kolbrún Sverrisdóttir.

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar:

Stjórnandi: Madis Maekalle

Ræðumaður dagsins:

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Söngatriði:

Hjördís Þráinsdóttir syngur við undirleik Stefáns Jónssonar

Pistill dagsins:

Agnieszka Tyka skrifstofukona flytur pistil á Pólsku.

Krotkie przemowienie dla Naszych rodakow po polsku.

Dansatriði:

Nemendur Henna Nurmi við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar munu sýna dans.

Kaffiveitingar:

Slysavarnardeildin Iðunn hefur umsjón með kaffiveitingum í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.

Kvikmyndasýningar fyrir börn:

Börnum á öllum aldri er boðið í Ísafjarðarbíó kl. 14.00 og 16.00

FOSvest FOSvest | mánudagurinn 30. apríl 2018

Lausar vikur í Birkihlíð í Munaðarnesi

Það eru  þrjár næstu helgar/vikur lausar í Birkihlíð í Munaðarnesi þ.e.a.s. 4. – 6. maí, 10. – 13. maí og 18. – 21. maí. Helgarleigan kostar kr. 27.000,- og vikuleigan kr. 37.000,-. Hægt að hafa samband með  því að hringja í síma 525-8300 eða senda tölvupóst á netfangið asthildur@bsrb.is

FOSvest FOSvest | föstudagurinn 20. apríl 2018

Aðalfundur F.O.S.Vest 30.apríl kl. 18.00

 

 

Aðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum verður haldinn  mánudaginn  30.apríl 2018 kl. 18:00, á Hótel Ísafirði.

 

Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og nýta málfrelsis-, tillögu- og atkvæðisrétt.

 

Boðið verður upp á léttan málsverð að lokinni hefðbundinni dagskrá. 

Áríðandi er að staðfesta þátttöku við skrifstofu félagsins í síma 456-4407 eða á netfangið fosvest@fosvest.is í síðasta lagi föstudaginn 27.apríl 2018.

 

Hið árlega ferðaávísanalottó  verður á sínum stað.

 

Kveðja,

Stjórn F.O.S.Vest

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 12. apríl 2018

Tímaspursmál hvenær við styttum vinnuvikuna

Tekið af vef BSRB

 

Það virtist samdóma álit þeirra sem rætt var við í Kveik, fréttaskýringarþætti Ríkissjónvarpsins í gær að það sé aðeins tímaspursmál hvenær vinnuvikan verði stytt úr þeim 40 stundum sem hún hefur verið í síðustu nærri hálfa öld.

Stytting vinnuvikunnar hefur verið ein af meginkröfum félagsmanna BSRB síðustu árin, sér í lagi í kjölfar hrunsins. „Þá fundum við að forgangsröðin var önnur hjá fólki, það vildi eiga meiri gæðatíma með sér og sínum,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í viðtali við Kveik.

 


Meira
Eldri færslur
Vefumsjón