FOSVest FOSVest | þriðjudagurinn 1. nóvember 2016

Fréttatilkynning frá BSRB

BSRB skorar á kjararáð að endurskoða hækkanirBSRB mótmælir harðlega þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands um tugi prósenta og skorar á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína.


Meira
FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 26. október 2016

Mosfell, Spánarhúsið 2017

Ágæti félagsmaður í aðildarfélögum Samflots

Stavey, Fos-Vest., St.Fjall. og SDS

Nú styttist í að félagsmenn fari að velta fyrir sér orlofsmögueikum næsta árs.

Eins og þið vitið þá erum við 4 bæjarstarfsmannafélög í samstarfi um orlofsmál og hefur það gengið mjög vel til þessa. Eitt af því sem við höfum boðið uppá er hús á Spáni, á Torrevieja á Costa Blanca ströndinni, í þrjú ár við miklar vinsældir.

Ykkur  sem vilja skoða þennan möguleika nánar viljum við benda á vefslóðina tilspanar.is

Þar eru allar upplýsingar um húsið og næsta nágrenni og reyndar allt sem skiptir máli.

Við viljum með þessu bréfi benda á að við opnum fyrir umsóknir fyrir komandi ár þann 1.nóvember og umsóknarfrestur er til 15.nóvember. Úthlutun fer svo fram 17.nóvember og verður þá haft samband við þá sem sóttu um. Með þessu erum við að bregðast við óskum félagsmanna sem vilja geta séð snemma hvort að þeir fái úthlutað hús á Spáni á komandi ári.

Félagsmenn fara sjálfir inná orlofsvefinn og ganga þar frá sinni umsókn.


Meira
FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 20. október 2016

Orlofsvefur Samflots - desember

Ágætu félagsmenn, 

Búið er að opna fyrir leigumöguleika á íbúðum og orlofshúsum vegna desember.  

Sjá hér: Orlofsvefur Samflots

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 19. október 2016

Kvennafrí 2016 - Kjarajafnrétti strax!

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX! Að átakinu standa samtök launafólks og samtök kvenna.

Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. 


Meira
FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 19. október 2016

Leita að stofnunum sem vilja styttri vinnuviku

Auglýst hefur verið eftir umsóknum frá vinnustöðum hjá ríkinu sem vilja taka þátt í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Í auglýsingu frá velferðarráðuneytinu eru vinnustaðir um allt land hvattir til að sækja um.

Með tilraunaverkefninu er ætlunin að kanna hvort stytting vinnuvikunnar úr 40 stundum í 36 án skerðingar á launum geti leitt til gagnkvæms ávinnings fyrir launafólk og vinnuveitendur. Velja á fjóra vinnustaði til þátttöku í verkefninu. Það mun hefjast 1. febrúar næstkomandi og mun standa í eitt ár.


Meira
FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 12. október 2016

Árétting vegna samkomulags um lífeyrismál

Frétt tekin af vef BSRB

Í ljósi yfirlýsingar sem fjármálaráðuneytið hefur birt á vef sínum er rétt að ítreka það sem fram hefur komið um afstöðu BSRB til samkomulags um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna.

Afstöðu bandalagsins til þess sem fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins má lesa um í tilkynningu sem BSRB sendi fjölmiðlum í síðustu viku. Einnig má kynna sér afstöðu bandalagsins nánar með því að lesa grein eftir formann BSRB sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku.

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 12. október 2016

Áunnin réttindi sjóðfélaga verði varin

Frétt tekin af vef BSRB

Stjórn BSRB telur að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins endurspegli ekki samkomulag sem heildarsamtök opinberra starfsmanna og fulltrúar ríkis og sveitarfélaga undirrituðu 19. september síðastliðinn. 

Samkvæmt samkomulaginu eiga réttindi núverandi sjóðfélaga að vera jafn verðmæt fyrir og eftir breytingarnar. Frumvarpið tryggir ekki að svo sé.


Meira
FOSVest FOSVest | mánudagurinn 10. október 2016

Umsóknartíma frestað á Spánarhúsinu

Ágætu Samflotsfélagar
 
Vegna ófyrirsjáanlegrar aðstæðna er ekki hægt að opna fyrir umsókn á
orlofshúsinu Mosfelli á Spáni eins og til stóð í dag 10.okt.
Tilkynning þess efnis mun berast eins fljótt og mögulegt er.
 
Vefurinn er ekki að virka sem skyldi og einhver misbrestur hefur verið á umsóknum í orlofshúsin og íbúðirnar
hér heima og er unnið í því að koma því í lag núna.  
Við biðjum félagsmenn um að sýna okkur biðlund þangað til. 
 
F.h.
Orlofsnefndar Samflots 

Eldri færslur
Vefumsjón