FOSvest FOSvest | föstudagurinn 28. apríl 2017

1.MAÍ

1.maí

Tökum öll þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna.

Union members! Show solidarity and take part in the parade.

Wszyscy bierzemy udział w pochodzie zwiazków zawodowych.

 

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu kl. 14.00 Gengið verður að

Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.

 

Dagskráin í Edinborgarhúsi:

 

Lúðrasveit tónlistarskólans:

Stjórnandi Madis Maekalle

 

Ræðumaður dagsins:

Bergvin Eyþórsson sjómaður

 

Söngatriði:

Sigrún Pálmadóttir / undirleikur  Beata Joó

 

Pistill:

Kolbrún Sverrisdóttir verkakona

 

Leikatriði:

Dýrin í Hálsaskógi.

Leikdeild Höfrungs á Þingeyri flytur valin atriði úr leikritinu.

 

Tónlistaratriði:

Sigurvegarar Músíktilrauna Between Mountains.

Hana  skipa Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir

 

Kaffiveitingar í umsjón Slysavarnardeildarinnar Iðunnar

í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.

 

Kvikmyndasýningar fyrir börn

í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

 

 

Hátíðarhöld á Suðureyri:

 

14:00 Kröfuganga frá Brekkukoti. Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.

Félagsheimili Súgfirðinga: Kaffiveitingar.

Ræða dagsins: Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Tónlis og söngur barna. Dúettinn Between Moutains.

 

Allir velkomnir - Baráttukveðjur - 1. maí nefndin Ísafirði og Suðureyri

FOSvest FOSvest | miðvikudagurinn 19. apríl 2017

Kynskiptur vinnumarkaður skýrir fjarvistir

Frétt tekin af vef BSRB

Umræður um að konur séu meira fjarverandi frá vinnu en karlar byggja á röngum forsendum, að mati höfundar skýrslu um fjarvistir vegna veikinda og kyn á Norðurlöndunum. Í skýrslunni kemur fram að frekar eigi að leggja áherslu á að sumar starfsgreinar þar sem meirihluti starfsmanna eru konur bjóði upp á óásættanlegar vinnuaðstæður.


Meira
FOSvest FOSvest | föstudagurinn 7. apríl 2017

Spurningar og svör um lífeyrismálin á vefinn

Breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna taka gildi í byrjun júní 2017. Til að auðvelda félagsmönnum að skilja út á hvað breytingarnar ganga hafa verið tekin saman svör við algengum spurningum um málið.


Meira
FOSvest FOSvest | föstudagurinn 7. apríl 2017

Fimmti hver frestar ferð til tannlæknis

Algengast er að fólk í lægstu tekjuhópunum, sem og þeir sem eru með líkamlega fötlun, fresti ferðum til tannlæknis eða hætti við að fara samkvæmt nýjum niðurstöðum úr rannsókn Rúnars Vilhjálmssonar prófessors.

Einnig er algengara að ungt fólk og einhleypir fresti heimsókn til tannlæknisins eða sleppi henni alveg, samkvæmt niðurstöðum úr rannsókn Rúnars, sem BSRB styrkti. Fjallað er um rannsókn Rúnars í Morgunblaðinu í dag. 


Meira
FOSvest FOSvest | föstudagurinn 7. apríl 2017

Algengt að starfsmenn fái ekki sína hvíld

Mjög algengt er að ákvæði um hvíldartíma vaktavinnufólks sem finna má í mörgum kjarasamningum séu brotin á vinnustöðum, sagði Bára Hildur Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum í erindi sem hún hélt á vinnufundi réttindanefndar BSRB á föstudag.

Almennt eiga starfsmenn sem vinna vaktavinnu rétt á 11 klukkustunda hvíld á milli vakta að lágmarki, þó á því séu ákveðnar undantekningar. Þá er skýrt  kveðið skýrt á um rétt á lengra hléi, sambærilegu helgarhléi þeirra sem ekki vinna vaktavinnu.


Meira
FOSvest FOSvest | mánudagurinn 3. apríl 2017

Orlofsblaðið er á leiðinni.

Nú er orlofsblaðið 2017 á leiðinni til félagsmanna.  Einnig er það komið inn á orlofssíðu Samflots.

Opnað verður fyrir umsóknarferlið 6.apríl og því lýkur 18.apríl.  Þá er úthlutað, og svo verður opnað fyrir "fyrstur kemur, fyrstur fær" 23.apríl.

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 23. mars 2017

Starfsmannaskipti hjá félaginu

Þann 1.mars síðastliðinn tók Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir við framkvæmdastjórastöðunni af Gabríelu Aðalbjörnsdóttur.

Viljum við þakka Gabríelu fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

FOSvest FOSvest | föstudagurinn 17. mars 2017

Senda þarf körlum og strákum skýr skilaboð

Frétt tekin af vef BSRB

Ekkert land í heiminum hefur náð jafnrétti þegar kemur að heimilisstörfum og ólaunuðum umönnunarstörfum. Senda verður körlum og strákum skýr skilaboð um að þeir eigi að axla ábyrgð á þessum störfum til jafns við konur.

Þetta var meðal þess sem fram kom á viðburði sem Ísland og hin Norðurlöndin stóðu fyrir á árlegum fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn er í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þessa dagana. Fulltrúi BSRB situr fundinn fyrir hönd bandalagsins ásamt fulltrúa frá SFR.

Það var sameiginlegt mat þátttakenda á fundinum að mikilvægt væri að stjórnvöld taki forystuna í þessum málaflokki með stefnumótun og fjárfestingu í innviðum á borð við launað foreldraorlof og dagvistun á viðráðanlegu verði.


Meira
Eldri færslur
Vefumsjón