Samið um innágreiðslu í endurskoðaðri viðræðuáætlun

Samið um innágreiðslu í endurskoðaðri viðræðuáætlun

Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu munu fá 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst frá ríkinu vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga samkvæmt endurskoðaðri viðræðuáætlun. Viðræður eru í gangið við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna.

Meira
Aukin ánægja og óbreytt afköst með styttri vinnuviku

Aukin ánægja og óbreytt afköst með styttri vinnuviku

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg hefur dregið úr álagi á starfsfólk og aukið starfsánægju án þess að dregið hafi úr afköstum. Þetta kemur fram í lokaskýrslu um tilraunaverkefnið sem nú hefur verið gerð opinber.

Meira
Lokað vegna sumarleyfa

Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofan lokar 8.júlí vegna sumarleyfa. Opnar aftur 12.ágúst.

Nýr formaður

Nýr formaður

Á aðalfundi FOS-Vest var kosinn nýr formaður Sigurður Arnórsson. Sigurður var búinn að sitja í stjórn félagsins í 1 ár.

Einnig kom ný inn í stjórn Viktoría Guðbjartsdóttir, Bolungarvík. Stjórnin mun hittast í næstu viku til að skipta með sér verkum. Fos-Vest vill nota tækifærið og þakka Hálfdáni Bjarka fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum