FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 23. mars 2017

Starfsmannaskipti hjá félaginu

Þann 1.mars síðastliðinn tók Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir við framkvæmdastjórastöðunni af Gabríelu Aðalbjörnsdóttur.

Viljum við þakka Gabríelu fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

FOSvest FOSvest | föstudagurinn 17. mars 2017

Senda þarf körlum og strákum skýr skilaboð

Frétt tekin af vef BSRB

Ekkert land í heiminum hefur náð jafnrétti þegar kemur að heimilisstörfum og ólaunuðum umönnunarstörfum. Senda verður körlum og strákum skýr skilaboð um að þeir eigi að axla ábyrgð á þessum störfum til jafns við konur.

Þetta var meðal þess sem fram kom á viðburði sem Ísland og hin Norðurlöndin stóðu fyrir á árlegum fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn er í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York þessa dagana. Fulltrúi BSRB situr fundinn fyrir hönd bandalagsins ásamt fulltrúa frá SFR.

Það var sameiginlegt mat þátttakenda á fundinum að mikilvægt væri að stjórnvöld taki forystuna í þessum málaflokki með stefnumótun og fjárfestingu í innviðum á borð við launað foreldraorlof og dagvistun á viðráðanlegu verði.


Meira
FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 18. janúar 2017

Samstarf grundvallað á trausti

Frétt tekin af vef BSRB

Formaður BSRB skorar á nýjan fjármálaráðherra að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna þannig að lögin verði í samræmi við samkomulag sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög á síðasta ári.

Í aðsendri grein eftir Elínu Björgu Jónsdóttur, formann BSRB, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, segir hún gott til þess að vita að ríkisstjórnin ætli sér að styðja við aðila vinnumarkaðarins í vinnu við umbætur á íslenska vinnumarkaðslíkaninu. Það séu því miður innihaldslaus orð þar sem öll slík vinna sé á ís um fyrirsjáanlega framtíð.


Meira
FOSVest FOSVest | fimmtudagurinn 12. janúar 2017

Fáðu rafrænt fréttabréf BSRB í pósti

Tekið af vef BSRB

Það er alltaf mikið af spennandi verkefnum í gangi hjá BSRB og mörg stór mál sem unnið er í hverju sinni. Í takti við nýja tíma hefur bandalagið dregið úr útgáfu á prentuðum blöðum. Þess í stað sendum við mánaðarlega frá okkur rafræn fréttabréf með upplýsingum um það helsta sem er í gangi hjá bandalaginu.

BSRB beitir sér fyrir ýmsum mikilvægum málefnum sem varða félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins miklu. Til dæmis má þar nefna atvinnumál, efnahagsmál, heilbrigðismál, húsnæðismál, jafnréttismál og fleira.

Nú getur þú á auðveldan hátt fylgst með framgangi þessara mikilvægu mála, auk allra hinna málanna sem skipta ekki minna máli, með því að skrá þig á póstlista BSRB. Skráningin fer fram í gegnum Facebook-síðu bandalagsins, en ekki er nauðsynlegt að nota Facebook til að skrá sig.

Hægt er að lesa eldri eintök af fréttabréfunum á vefnum.

Þeir sem vilja fylgjast með starfsemi bandalagsins ættu einnig að fylgjast með Facebook-síðunni okkar og fylgja síðunni.

FOSVest FOSVest | föstudagurinn 23. desember 2016

Gleðileg jól

Meginverkefni:

 • Öll almenn bókhalds- og skrifstofustörf
 • Umsýsla fjármuna
 • Bréfaskrif
 • Lestur og túlkun kjarasamninga
 • Símsvörun og þjónusta við félagsmenn
 • Samskipti við vinnuveitendur
 • Umsjón með sjóðum félagsins ásamt Mannauðssjóð Samflots

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Kostur ef viðkomandi er viðurkenndur bókari eða hefur starfsreynslu á sviði bókhalds
 • Reynsla af skrifstofustörfum er æskileg
 • Æskilegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu á kjarasamningum
 • Gott vald á forritum eins og Word og Excel
 • Góð samskiptafærni
 • Rík þjónustulund
 • Gott frumkvæði

 

Leitað er að framsæknum og dugmiklum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa í þágu félagsmanna fyrir réttindum þeirra.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 26. desember 2016.

Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 456-4407

Umsóknir berist á netfangið fosvest@fosvest.is eða á skrifstofu félagsins að Aðalstræti 24, 400 Ísafirði.

FOSVest FOSVest | mánudagurinn 21. nóvember 2016

Desemberuppbót /Persónuuppbót 2016

Desemberuppbót 2016 verður sem hér segir:

Bæjarstarfsmenn kr. 106.250,-

Ríkisstarfsmenn kr. 82.000,-

Starfsmenn Orkubús Vestfjarða kr. 134.279,-

FOSVest FOSVest | miðvikudagurinn 9. nóvember 2016

Miklar líkur á endurskoðun kjarasamninga

Frétt tekin af vef BSRB.

Allar líkur eru á því að ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands um tugi prósenta muni hafa alvarlegar afleiðingar á vinnumarkaði, sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í sjónvarpsþættinum Víglínunni á Stöð 2 á laugardag

Í þættinum var rætt við Elínu Björgu og Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands um stöðuna á vinnumarkaði og þau verkefni sem bíða nýrrar ríkisstjórnar. Farið var yfir stöðuna í lífeyrismálum auk síðustu ákvarðana kjararáðs um launahækkanir æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa.


Meira
Eldri færslur
Vefumsjón