FOSvest FOSvest | mánudagurinn 25. mars 2019

SUMARORLOF

 

Ágætu félagsmenn

Nú fer að styttast í umsóknartímabilið fyrir sumarorlofið það hefst 6. apríl og stendur til 13. apríl, en þá verður úthlutað umsóknum.

24. apríl verður opnað fyrir "fyrstur kemur fyrstur fær" tímabilið og þá geta félagsmenn pantað beint það sem laust verður eftir úthlutun sumartímabilsins. 

Sumarorlofstímabilið er frá 24. maí til 13. september.

Allar upplýsingar um það sem er í boði er í orlofsblaðinu okkar sem fer í póst í næstu viku. 

Við minnum líka á að hægt er að sækja um orlofshúsið okkar Mosfell, í Torrevieja á Spáni, bara fara inn á orlofsvefinn og ganga frá leigunni, enn eru laus tímabil þar.

F. h. orlofsnefndar Samflots

Guðbjörn Arngrímsson

formaður

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 21. mars 2019

Starfsmannasamtöl

Starfsmannasamtöl

Haldið 27. mars 2019. 

Vel undirbúin og faglega framkvæmd starfsmannasamtöl geta bætt verulega frammistöðu starfsmanna og eflt samstarf og samskipti milli yfirmanns og starfsmanna hans.

Á námskeiðinu er farið yfir tilgang, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannasamtala. Sýnd eru leikin myndskeið sem sýna bæði hvernig starfsmannasamtöl geta „misheppnast“ ef réttum undirbúningi og samtalstækni er ábótavant og öfugt, þ.e. sýnd dæmi um vel undirbúin og árangursrík samtöl. Þátttakendur taka jafnframt þátt í léttum æfingum.

Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir. Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf (sjá nánar á inventus.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri, frá árinu 2005, meðal annars í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Tími: Kennt miðvikudaginn 27. mars kl. 10:30-15:30.
Lengd: 4 klukkustundir. (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. 
Verð: 33.000 kr. 

Starfsmenn hjá ríki eða sveitarfélögum sem eru í FosVest geta  sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa að skrá sig í gegnum vef Starfsmenntar, smennt.is.
 

 

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 21. mars 2019

Starfsmannasamtöl

Starfsmannasamtöl

Haldið 27. mars 2019. 

Vel undirbúin og faglega framkvæmd starfsmannasamtöl geta bætt verulega frammistöðu starfsmanna og eflt samstarf og samskipti milli yfirmanns og starfsmanna hans.

Á námskeiðinu er farið yfir tilgang, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni starfsmannasamtala. Sýnd eru leikin myndskeið sem sýna bæði hvernig starfsmannasamtöl geta „misheppnast“ ef réttum undirbúningi og samtalstækni er ábótavant og öfugt, þ.e. sýnd dæmi um vel undirbúin og árangursrík samtöl. Þátttakendur taka jafnframt þátt í léttum æfingum.

Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir. Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf (sjá nánar á inventus.is). Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið samtals í 12 ár sem mannauðsstjóri, frá árinu 2005, meðal annars í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Tími: Kennt miðvikudaginn 27. mars kl. 10:30-15:30.
Lengd: 4 klukkustundir. (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. 
Verð: 33.000 kr. 

Starfsmenn hjá ríki eða sveitarfélögum sem eru í FosVest geta  sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa að skrá sig í gegnum vef Starfsmenntar, smennt.is.
 

 

FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 7. mars 2019

Margar helgar lausar í Birkihlíð í mars og apríl

Það eru margar helgar lausar í Birkihlíð, orlofshúsi BSRB í Munaðarnesi, bæði í mars og apríl. Félagsmenn í öllum aðildarfélögum BSRB geta sótt um að leigja húsið, sem er eina orlofshúsið sem BSRB hefur í útleigu.


Meira
FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 7. mars 2019

Skýrsla um fáttækt barna: Brúið umönnunarbilið

Tekið af vef BSRB

Ísland stendur hinum Norðurlöndunum að baki hvað varðar útgjöld til barnabóta, fæðingar- og foreldraorlofs og til daggæslu samkvæmt nýrri skýrslu um lífskjör og fáttækt barna á Íslandi. Þar er meðal annars lagt til að bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar verði brúað.

 


Meira
FOSvest FOSvest | þriðjudagurinn 5. mars 2019

Viðhorfskönnun félagsmanna Samflots

Kæru félagar,
Ég vil að minna ykkur enn og aftur á viðhorfskönnunina okkar meðal Samflots félagana. Þið eigið öll að vera búin að fá hana senda í tölvupósti og ef það er ekki tilfellið, hafið þá endilega samband við mig og við greiðum úr því.
 
Það er mikilvægt að vera með og hjálpast að, til að koma okkar sjónarmiðum og væntingum á framfæri 
 
Með bestu kveðju
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir
| fimmtudagurinn 21. febrúar 2019

Könnun meðal félagsmanna Samflots

Ágæti félagsmaður.

Aðildafélög Samflots, FOSA, Fos-Vest., SDS, St. Fjallabyggð, St. Fjarðabyggð, STAVEY og St. Húsavíkur, leita nú til félagsmanna sinna með vandaða viðhorfs-könnun um kröfur og önnur helstu atriði í komandi kjarasamningum.

Félögin eru að vinna að kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga við sveitarfélög og ríki og mun þitt svar hafa áhrif á þá vinnu.


Meira
FOSvest FOSvest | fimmtudagurinn 24. janúar 2019

Sérstök eingreiðsla 1. febrúar 2019

Í síðasta kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, var samið um sérstaka eingreiðslu, kr. 42.500, sem greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni miðað við fullt starf, sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Á sama hátt var í samningi við Ríkið samið um sérstaka eingreiðslu, 55.000 kr., sem greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

Eldri færslur
Vefumsjón