Réttlát umskipti í umhverfismálum – Kröfur verkalýðshreyfingarinnar

Réttlát umskipti í umhverfismálum – Kröfur verkalýðshreyfingarinnar

Áherslur verkalýðshreyfingarinnar í umhverfismálum verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars.
Áherslur verkalýðshreyfingarinnar í umhverfismálum verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars.

 

Réttlát umskipti í átt að kolefnishlutlausri framtíð er brýnasta umhverfis-, samfélags og efnahagsmál samtímans. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti.

Miklar kerfisbreytingar eru óumflýjanlegar ætli Ísland og önnur ríki heims að ná markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Bandalögin þrjú kalla eftir því að þær breytingar fari fram á forsendum réttlátra umskipta og að bæði kostnaði og ábata við þær verði deilt með sanngjörnum hætti.

Niðurstöður skýrsluhöfunda verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 11 og áætlað er að hann muni standa í um 45 mínútur.

Dagskrá fundarins:

  1. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og einn skýrsluhöfunda, fer yfir efni skýrslunnar
  2. Drífa Snædal forseti ASÍ
  3. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
  4. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM
  5. Spurningar og umræður

Við bendum á Facebook-viðburð sem settur hefur verið upp fyrir fundinn og hvetjum alla til að skrá sig til leiks þar og taka svo þátt í fundinum.

Tekið af vef BSRB

Stórir hópar gætu þurft að neita sér um læknisþjónustu

Stórir hópar gætu þurft að neita sér um læknisþjónustu

Hótun sérfræðilækna er óþolandi tilraun til að beita sjúklingum sem vopni í baráttu þeirra við SI.
Hótun sérfræðilækna er óþolandi tilraun til að beita sjúklingum sem vopni í baráttu þeirra við SI.

 

Hótun sérfræðilækna um að hætta að hafa milligöngu milli Sjúkratrygginga Íslands (SI) og sjúklinga er óþolandi tilraun til að beita sjúklingum sem vopni í baráttu þeirra við að ná samningi við SI. Ljóst er að slík innheimta mun bitna harkalega á sjúklingum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífeyrisþega og lágtekjuhópa, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu BSRB, Alþýðusambands Íslands og Öryrkjabandalags Íslands.

Geri sérfræðilæknar alvöru úr hótun sinni munu sjúklingar að öllum líkindum þurfa að leggja út fyrir öllum kostnaði og sækja svo endurgreiðslu frá SÍ. Nú þegar eiga margir erfitt með að greiða upphafskostnað sinn í greiðsluþátttökukerfunum og margir neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Stórir hópar fólks munu ekki sjá fram á að geta lagt út fyrir þjónustu sérfræðilækna og þá er ekki minnst á óþægindin sem fylgja því að þurfa að fá kostnaðinn endurgreiddan.

Samningar SÍ við sérgreinalækna hafa verið lausir frá því í árslok 2018. Til að verja sig tekjumissi leggja læknarnir ýmis viðbótargjöld á sjúklinga sem er í hrópandi andstöðu við markmið greiðsluþátttökukerfis í heilbrigðisþjónustu sem kveður á um hámarkskostnað sjúklinga. Eftir því sem tíminn líður sem greitt er samkvæmt gamalli gjaldskrá verður hlutdeild sjúklingsins hærri.

ASÍ, BSRB og ÖBÍ hvetja SÍ og sérfræðilækna til að ganga þegar í stað til samninga með það að markmiði að veita landsmönnum jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem kostur er á hverjum tíma óháð efnahag. Samtökin fordæma hugmyndir sérfræðilækna um að hætta að hafa milligöngu um greiðslur til SI og aðrar tilraunir samningsaðila til að beita sjúklingum fyrir sig í samningsgerðinni.

Birt á vef BSRB 17.mars

 

Umsóknarfrestur framlengdur til 7. mars hjá Kötlu félagsmannasjóði

Umsóknarfrestur framlengdur til 7. mars hjá Kötlu félagsmannasjóði

Umsóknarfrestur framlengdur til 7. mars

Tilkynningar frá Kötlu Félagsmannasjóði
 
26. feb. 2021
Stjórn Kötlu hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til og með 7. mars nk.
Ástæða þess er að enn vantar upplýsingar frá stórum hluta sjóðsfélaga. 
Fólki í hlutastarfi boðið aukið starfshlutfall

Fólki í hlutastarfi boðið aukið starfshlutfall

Birt á vef BSRB

Undirbúningur fyrir styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu heldur áfram. Í því ferli á að bjóða öllu starfsfólki í vaktavinnu sem vinnur hlutastörf að hækka starfshlutfall sitt samhliða styttingu vinnuvikunnar.

Stytting vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum mun taka gildi 1. maí næstkomandi. Nú eiga starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem ekki eru í fullu starfshlutfalli að hafa fengið boð um að hækka starfshlutfallið. Þannig getur starfsfólkið haldið svipuðum tímafjölda en hækkað laun sín, oft umtalsvert.

Það er réttur starfsfólks í hlutastarfi í vaktavinnu að auka við sig starfshlutfallið sem nemur styttingunni. Þrátt fyrir það mun það starfsfólk sem ákveður að fara þessa leið öllu jöfnu vinna færri stundir á mánuði en það gerir í dag. Ástæða þess er að eftir er að taka mið af vægi vinnustunda. Fjallað er um vægi vinnustunda í stuttu myndbandi sem hægt er að horfa á hér.

Starfsfólki sem vinnur í vaktavinnu hjá ríki eða sveitarfélögum og er í hlutastarfi en hefur ekki fengið boð um að hækka starfshlutfall sitt er bent á að hafa samband við sinn stjórnanda. Stéttarfélag viðkomandi getur einnig aðstoðað, reynist þess þörf.

Við bendum á vefinn betrivinnutimi.is þar sem fjallað er um styttingu vinnuvikunnar. Vaktavinnufólk ætti sérstaklega að kynna sér þær breytingar sem framundan eru.