F.O.S.Vest og Kjölur hafa sameininast

F.O.S.Vest og Kjölur hafa sameininast

Á aðalfundi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (F.O.S.Vest) sem haldinn var í dag, laugardaginn 23. október á Ísafirði og í fjarfundi var borin upp tillaga um sameiningu félagsins við Kjöl stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Tillagan var samþykkt með öllum greiddu atkvæðum og tekur sameiningin þegar gildi en bókhaldsleg sameining verður um áramótin.

Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu er eitt af stærstu aðildarfélögum BSRB. Félagið er deildaskipt og í kjölfar sameiningarinnar verður stofnuð F.O.S.Vest - deild innan Kjalar. Aðrar deildir félagsins eru: Akureyri, Borgarbyggð, Dala – og Snæfellssýslu, Dalvíkurbyggð, Fjarðabyggð, Húnavatnssýslum, Siglufirði, og Sveitarfélaginu Skagafirði. Við sameininguna þá tekur Sigurður Arnórsson fráfarandi formaður F.O.S. Vest, sæti í stjórn Kjalar en F.O.S.Vest -deild er tryggt sæti á lista til stjórnar Kjalar stéttarfélags samkvæmt lögum félagsins.

Félagsaldur félagsmanna F.O.S.Vest flyst að fullu til sjóða Kjalar stéttarfélags, orlofssjóðs og starfsmenntasjóðs. Til áramóta nk. verður afgreiðsla styrkja starfsmenntasjóðs og afgreiðsla orlofshúsa F.O.S.Vest með óbreyttu sniði.

Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum

Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum

Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (F.O.S.Vest) verður haldinn á Hótel Ísafirði 23. október kl. 14:00. Fundurinn verður bæði staðfundur og fjarfundur.

Kosið verður um tillögu stjórnar að sameina félagið stéttarfélaginu Kili. Kosning verður leynileg og fer fram með rafrænum hætti.

Leiðbeiningar fyrir þátttöku í fjarfundi og rafræna kosningu verða sendar til þátttakenda 22. október.

Tilkynna þarf þátttöku fyrir 22. október á vef F.O.S.Vest, í tölvupósti á netfangið fosvest@fosvest.is eða með því að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 456-4407.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í fundinum og nýta málfrelsis-, tillögu og atkvæðisrétt.

F.O.S.Vest

Námskeið fyrir vaktavinnufólk

Námskeið fyrir vaktavinnufólk

Stytting vinnutímans - Vatkavinnu
Í haust verður áhersla Félagsmálaskólans m.a. á styttingu vinnuvikunnar, en boðin verða námskeið um nálgun og útfærslur ólíkra starfshópa. Í næstu viku er komið að vaktavinnuhópnum en eðli málsins samkvæmt getur verið snúið að útfæra styttingu á þeim vinnustöðum. 

Skráningarfrestur rennur út í dag.

 

 - Síðasti skráningardagur -

Útfærslur á vaktavinnustöðum

Reglur um styttingu vinnutímans hjá starfsfólki í vaktavinnu geta virkað flóknar fyrir marga og erfitt að útfæra þær. Á þessu námskeiði verður farið í helstu ákvæði kjarasamninga sem snerta starfsfólk í vaktavinnu og styttingu vinnutímans, formlegt ferli og útfærslu.

Í þessu námskeiði verður sérstaklega hugað að fyrirkomulagi vaktavinnustaða og hvernig hægt er að útfæra styttingu vinnutímans án þess að skerða þjónustu vinnustaða og ganga á réttindi eða skyldur starfsmanna. 

Dags: 23. september
Staður: Guðrúnartún 1, skrifstofur ASÍ. 
Verð: 11.000. 
Leiðbeinandi: Ragnar Ólason, aðstoðarframkv.stjóri Eflingar og sérfræðingur um styttingu vinnutímans.

 

Smelltu hér til að skrá þig: https://www.felagsmalaskoli.is/course/stytting-vinnutimans-nytt-vinnufyrirkomulag-starfsfolks-i-vaktavinnu/

Laus vika í Akraseli

Laus vika í Akraseli

Það var að losna vika í Akraseli núna á föstudaginn þ.e. 13.-20. ágúst.

Fyrstur kemur fyrstur fær.