Vika vistvænnar orku

Vika vistvænnar orku

Vika vistvænnar orku verður haldin í Brussel og víðar í Evrópu dagana 28. janúar - 1. febrúar nk. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um vistvæna orku, en sérstök áhersla verður lögð á hlutdeild og ábyrgð sveitarfélaga í þeim efnum. Fjölbreytt dagskrá verður í Brussel alla vikuna og meðal þess sem í boði verður eru fyrirlestrar um nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Undirbúningur fyrir kjarasamningagerð ríkisstarfsmanna

Undirbúningur fyrir kjarasamningagerð ríkisstarfsmanna

Ágæti félagsmaður

Kjarasamningar Samflots / F.O.S.Vest.við ríkissjóð rennur út 30. apríl n.k. . Undirbúningur er þegar hafinn fyrir kjarsamningaviðræður, en ætlunin er að ganga frá kröfugerð á fundi Samflots þ. 1. febrúar n.k..

Viðræðuáætlun milli Samflots og samningarnefndar ríkisins þarf að vera lokið fyrir 20. febrúar n.k. og munum við gera það sem í okkar valdi stendur til að nýr samningur verði tilbúinn fyrir lok þess gamla.