Skýrsla frá Skólaþingi sveitarfélaga 2007

Skýrsla frá Skólaþingi sveitarfélaga 2007

Komin er út skýrsla frá Skólaþingi sveitarfélaga sem haldið var þann 30. nóvember 2007 á Hilton Nordica hóteli undir yfirskriftinni „Framtíðarskólinn". Áherslur þingsins voru þríþættar á grundvelli þess gróskumikla starfs í málefnum skóla og menntunar sem settu mark sitt á allt síðasta ár og langt fram á þetta ár. Fjallað var um tvö af fjórum skólafrumvörpum, sem urðu að lögum á vorþingi 2008, fyrstu skólamálastefnu sambandsins og síðast en ekki síst afrakstur tímamótasamstarfs sveitarfélaga, Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands um mótun faglegrar framtíðarsýnar fyrir grunnskólastarf til ársins 2020. Sjá nánar

 

http://www.samband.is/news.asp?id=369&news_id=1317&type=one

 

 

Samningurinn samþykktur.

Samningurinn samþykktur.

Nú er lokið talningu úr atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við SNR með dags. 25. maí 2008

Á kjörskrá eru 321
Atkvæði greiddu 164 eða 51,09%

Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 154 eða 93,90%
Nei sögðu 8 eða 4,88%
Auðir og ógildir 2 eða 1.22%


Samningurinn er því samþykktur.

 

Það voru ríkisstarfsmenn í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar, Félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, Starfsmannafélagi Vestmannaeyja, Félagi opinberra starfsmanna á Austurlandi, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélagi Húsavíkur, Starfsmannafélagi Fjallabyggðar, Starfsmannafélagi Skagafjarðar, Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Starfsmannafélagi Dala- og Snæfellssýslu, sem greiddu atkvæði um samninginn.

Kynninngarfundur

Kynninngarfundur

Kynningarfundur um kjarasamning BSRB og ríkisins verður á sjúkrahúsinu á Ísafirði í dag kl. 16:00

Ný heimasíða

Ný heimasíða

Ný heimasíða var tekin formlega í notkun í dag 3. júní. Með henni vonumst við til að geta betur þjónað félagsmönnum okkar með upplýsingum og fréttum af starfinu. Einnig  eru ný netföng hjá skrifstofu:  fosvest@fosvest.is  og hjá formanni:  gylfi@fosvest.is