Félagsmenn athugið!

Félagsmenn athugið!

Tölvur og tölvunotkun
Fjarnám fyrir þig- þegar þér hentar- þar sem þér hentar!
Námskeið sem hafa hlotið frábærar viðtökur

Tölvur og tölvunotkun eru netnámskeið sem kenna byrjendum og lengra komnum á tölvur og ýmis tölvuforrit og efla þar með almennt tölvulæsi starfsmanna. Námskeiðin fara öll fram í fjarnámi undir öruggri leiðsögn kennara og eru félagsmönnum aðildarfélaga Fræðslusetursins Starfsmenntar að kostnaðarlausu.

Námskeið vorannar 2008:
Tölvur og tölvunotkun- Grunnnám (80 stundir)
Hér er um að ræða 10 vikna tölvunámskeið og eru engar forkröfur til fyrri þekkingar gerðar. Farið er í tölvufærni, stýrikerfið, word, excel, internetið og tölvupóst og upplýsingatækni. Námskeiðið hefst 11. feb.
Nánari upplýsingar og skráning á www.smennt.is

Tölvur-og tölvunotkun- Outlook- framhaldsnámskeið (26 stundir)
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur í fjarnámi. Outlook er fjölþætt samskiptaforrit og sérlega hentugt fyrir fólk sem vill bæta skipulag, tímastjórnun, verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.

Námskeiðið hefst 11. feb.
Nánari upplýsingar og skráning á www.smennt.isTölvur og tölvunotkun –Excel- framhaldsnámskeið (26 stundir)
Á námskeiðinu er farið í flóknari hluta töflureiknisins Excel og nemendum kennt hvernig láta megi forritið vinna fyrir sig og einfalda þannig verklag. Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur í fjarnámi. Námskeiðið hefst 3. mars.
Nánari upplýsingar og skráning á www.smennt.is

Ef upp koma vandkvæði varðandi að skrá sig eða einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband í síma: 525 8395

Vika vistvænnar orku

Vika vistvænnar orku

Vika vistvænnar orku verður haldin í Brussel og víðar í Evrópu dagana 28. janúar - 1. febrúar nk. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um vistvæna orku, en sérstök áhersla verður lögð á hlutdeild og ábyrgð sveitarfélaga í þeim efnum. Fjölbreytt dagskrá verður í Brussel alla vikuna og meðal þess sem í boði verður eru fyrirlestrar um nýtingu jarðvarma á Íslandi.

Undirbúningur fyrir kjarasamningagerð ríkisstarfsmanna

Undirbúningur fyrir kjarasamningagerð ríkisstarfsmanna

Ágæti félagsmaður

Kjarasamningar Samflots / F.O.S.Vest.við ríkissjóð rennur út 30. apríl n.k. . Undirbúningur er þegar hafinn fyrir kjarsamningaviðræður, en ætlunin er að ganga frá kröfugerð á fundi Samflots þ. 1. febrúar n.k..

Viðræðuáætlun milli Samflots og samningarnefndar ríkisins þarf að vera lokið fyrir 20. febrúar n.k. og munum við gera það sem í okkar valdi stendur til að nýr samningur verði tilbúinn fyrir lok þess gamla.