Fyrri hluta af trúnaðarmannanámskeiði I lokið

Fyrri hluta af trúnaðarmannanámskeiði I lokið

Hópur trúnaðarmanna Verk Vest og F.o.s. Vest

Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Félag opinbinberra starfsmanna á Vestfjörðum stóðu fyrir sameiginlegu trúnaðarmannanámskeiði í samvinnu við félagsmálaskóla alþýðu dagana 20 - 22. febrúar sl. Þáttakendur á námskeiðinu voru sammála um að það hefði gefist vel og sérstaklega ver gerður góður rómur að fyrirkomulagi námskeiðsins þ.e. að blanda almenna vinnumarkaðnum með opinbera geiranum. Sem sýnir einmitt nauðsyn þess að gott samstarf sé á milli félaganna. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þau Sigurlaug Gröndal og Helga B. Pálsdóttir frá Mími símenntun og Magnús Norðdahl lögfræðingur hjá ASÍ. Stefnt er að því að halda framhaldsnámskeið fyrir trúnaðarmenn í apríl.

Starfsmenntunarsjóður eyðublað

Starfsmenntunarsjóður eyðublað

Umsóknareyðublað starfsmenntunarsjóðs F.o.s. Vest.

Leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana

Leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana

Evrópusamtök sveitarfélaga (CEMR) og Evrópusamtök launafólks í almannaþágu (EPSU) hafa í sameiningu gefið út leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana í sveitarfélögum. Leiðbeiningarnar taka m.a. mið af gerðum Evrópusambandsins um jafnréttismál, jafnréttissáttmála CEMR, samkomulagi aðila vinnumarkaðarins um jafnréttismál auk þess sem þær byggja á reynslu þeirra sem náð hafa hvað bestum árangri á þessu sviði.

Í leiðbeiningunum eru m.a. skilgreind fjögur sk. undirbúningsstig þar sem lögð er áhersla á samvinnu sveitarfélags og viðkomandi stéttarfélaga. Tilgreind eru ýmis atriði sem æskilegt er að tekið sé á í jafnréttisáætlun og má þar m.a. nefna ráðningarform, tækifæri mismunandi hópa til endurmenntunar, öryggismál, kynferðislegt áreiti og mismunandi áhrif skipulagsbreytinga á starfshópa svo eitthvað sé nefnt. Þá fylgir leiðbeiningunum gátlisti og sniðmát, en hvorutveggja getur verið mjög gagnlegt við gerð jafnréttisáætlana. Loks er að finna yfirlit yfir gerðir Evrópusambandsins og greint frá stöðu mála í flestum Evrópuríkjum.

Skv. lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ber sveitarstjórnum á Íslandi að gera jafnréttisáætlanir í upphafi kjörtímabils, sbr. 10. gr en þar segir:

10. gr. Jafnréttisnefndir sveitarfélaga.
Sveitarstjórnir skulu, að loknum sveitarstjórnarkosningum, skipa 3-5 manna jafnréttisnefndir sem hafi með höndum jafnréttismál innan sveitarfélagsins samkvæmt lögum þessum. Skulu nefndirnar vera ráðgefandi fyrir sveitarstjórnir í málefnum er varða jafnrétti kvenna og karla ásamt því að fylgjast með og hafa frumkvæði að sérstökum aðgerðum til að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Skulu nefndirnar hafa umsagnarrétt um eða umsjón með gerð jafnréttisáætlana sveitarstjórna til fjögurra ára sem lagðar skulu fram eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar.

Sveitarfélög hafa nú fengið ágætis tæki í hendur sem ætti að auðvelda þeim að uppfylla framangreindar skyldur.

Nánari upplýsingar veita Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri Þróunar- og alþjóðasviðs: anna.gudrun.bjornsdottir@samband.is og Anna Margrét Guðjónsdóttir, forstöðumaður Brusselskrifstofu: anna.margret.gudjonsdottir@samband.is.

Trúnaðarmenn athugið!

Trúnaðarmenn athugið!

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn í febrúar, bæði byrjendanámskeið og framhaldsnámsskeið. Vinsmlegast tilkynnið þátttöku til skrifstofu F.O.S.Vest.sem fyrst, í síma 456-4407, á fosvest@snerpa.is eða gsm.899-0773.
Nánari tilhögun verður send út þegar fjöldi þátttakenda er ljós.