Gistimiðar - frábært tilboð

Gistimiðar - frábært tilboð

Edduhótelin:
Hótelmiðar (gistimiðar) sem gilda á öllum Edduhótelunum hafa notið mikilla
vinsælda á undanförnum árum og verða þeir áfram í boði í sumar. Hver miði gildir fyrir tvo í 2ja manna herbergi með handlaug í eina nótt. Leyfilegt er að taka með sér börn í herbergið án aukagjalds en þá þarf að koma með svefnpoka eða rúmföt fyrir barnið. Hótelin útvega dýnu. Hver gistimiði kostar 4.500 kr. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu. Morgunverður er ekki innifalinn, en hann kostar 900 kr. Á mann.Varðandi veitingar skal bent á að börn 0-5 ára fá frían mat og 6-12 ára börn greiða hálft gjald.
Sum hótelanna eru heilsárshótel en önnur sumarhótel og getur verið mismunandi hvenær þau opna á vorin og loka á haustin. Nánari upplýsingar þar um má finna á veffanginu www.hoteledda.is. Sé gist í herbergi með baði þarf að greiða 4.400-6.100 aukalega á staðnum fyrir hverja nótt (6.100 kr. á Hótel Eddu Plus hótelunum, sem eru á Akureyri, Laugum í Sælingsdal, Hellissandi og í Vík).
Um takmarkað magn miða verður að ræða og verða þeir til sölu á skrifstofu FOS-Vest frá og með 2. maí.Hver félagsmaður getur mest fengið 7 miða. Nægilegt magn verður tryggt til 1. ágúst, en eftir þann tíma er ekki tryggt að hægt verði að fá miða. Tekið skal fram að félagsmenn sjá sjálfir um bókanir á hótelunum og við pöntun þarf að taka fram að greitt verði með gistimiða.

Fosshótel:
Í boði verða gistimiðar sem gilda á öllum Fosshótelunum, sem eru alls 12 á landinu. Sjá nánar
www.fosshotel.is Hver miði kostar 5.000 kr. og gildir sem greiðsla fyrir tveggja manna herbergi með baði í eina nótt. Morgunverður er innifalinn.
Aukagjald sem greiðist af gesti í gestamóttöku er 4.000 kr. Í júlí og ágúst á öllum Fosshótelunum 3.300 kr. kostar aukarúm (1 barn undir 12 ára frítt í herbergi með foreldrum). Tekið skal fram að félagsmenn sjá sjálfir um bókanir á hótelunum og við pöntun þarf að taka fram að greitt verði með gistimiða. Um takmarkað magn miða verður að ræða og verða þeir til sölu á skrifstofu FOS-Vest frá og með 2. maí. Hver félagsmaður getur mest fengið 7 miða. Nægilegt magn verður tryggt til 1. ágúst, en eftir þann tíma er ekki tryggt að hægt verði að fá miða.

Samningaviðræður við Ríkið eru í gangi

Samningaviðræður við Ríkið eru í gangi

Nú eru hafnar viðræður við samninganefnd ríkisins vegna kjarasamninga í ár. Hægt gengur í samningavinnunni en mjakast þó. Fundir eru á hverjum degi í húsnæði Sáttasemjara þar sem unnið er í ákveðnum málum sem vonandi leiða til samninga fyrr en seinna. Formaður félagsins Gylfi Guðmundsson situr í samninganefnd. Allar upplýsingar um gang mála mun birtast hér á síðunni og einnig inná www.samflot.is  

Markvissar viðræður við samninganefnd ríkisins

Markvissar viðræður við samninganefnd ríkisins

Fulltrúar BSRB áttu í dag annan fund með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar, forsætis-, utanríkis-, fjármála- og félagsmálaráðherra vegna lausra samninga við ríkið. Að sögn Ögmundar Jónassonar formanns BSRB var þetta ágætur fundur og niðurstaða hans sú að hafnar yrðu markvissar viðræður samninganefndar ríkisins og BSRB um gerð kjarasamnings.

"Aðilar voru sammála um að hafa allt undir í viðræðunum, innihald kjarasamningsins og lengd samningstímans. Markmiðin eru þau sömu og í samningum á almenna vinnumarkaðinum að mikilvægast sé að ná niður verðbólgunni. Þá viljum við að samið verði um krónutöluhækkun en hún gagnast best lágtekju og miðlungstekjufólki," sagði Ögmundur.

Hann sagði að aðilar væru sammála um að það væri allra hagur að hraða samningunum. Hvað varðar aðkomu ríkisstjórnarinnar verður efnt til fundar með henni eftir að samninganefndirnar hafa komist að niðurstöðu.

Orlofsuppbót 01.maí 2008

Orlofsuppbót 01.maí 2008

Orlofsuppbót 1. maí 2008 kr. 23.600,-
Gildir fyrir starfsmenn sveitarfélaga og stofnanna þeirra.

Orlofsuppbót 1. júní 2008 kr. 23.600,-
Gildir fyrir starfsmenn ríkisstofnanna.