Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum

Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum

Framhaldsaðalfundur Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum (F.O.S.Vest) verður haldinn á Hótel Ísafirði 23. október kl. 14:00. Fundurinn verður bæði staðfundur og fjarfundur.

Kosið verður um tillögu stjórnar að sameina félagið stéttarfélaginu Kili. Kosning verður leynileg og fer fram með rafrænum hætti.

Leiðbeiningar fyrir þátttöku í fjarfundi og rafræna kosningu verða sendar til þátttakenda 22. október.

Tilkynna þarf þátttöku fyrir 22. október á vef F.O.S.Vest, í tölvupósti á netfangið fosvest@fosvest.is eða með því að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 456-4407.

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í fundinum og nýta málfrelsis-, tillögu og atkvæðisrétt.

F.O.S.Vest

Námskeið fyrir vaktavinnufólk

Námskeið fyrir vaktavinnufólk

Stytting vinnutímans - Vatkavinnu
Í haust verður áhersla Félagsmálaskólans m.a. á styttingu vinnuvikunnar, en boðin verða námskeið um nálgun og útfærslur ólíkra starfshópa. Í næstu viku er komið að vaktavinnuhópnum en eðli málsins samkvæmt getur verið snúið að útfæra styttingu á þeim vinnustöðum. 

Skráningarfrestur rennur út í dag.

 

 - Síðasti skráningardagur -

Útfærslur á vaktavinnustöðum

Reglur um styttingu vinnutímans hjá starfsfólki í vaktavinnu geta virkað flóknar fyrir marga og erfitt að útfæra þær. Á þessu námskeiði verður farið í helstu ákvæði kjarasamninga sem snerta starfsfólk í vaktavinnu og styttingu vinnutímans, formlegt ferli og útfærslu.

Í þessu námskeiði verður sérstaklega hugað að fyrirkomulagi vaktavinnustaða og hvernig hægt er að útfæra styttingu vinnutímans án þess að skerða þjónustu vinnustaða og ganga á réttindi eða skyldur starfsmanna. 

Dags: 23. september
Staður: Guðrúnartún 1, skrifstofur ASÍ. 
Verð: 11.000. 
Leiðbeinandi: Ragnar Ólason, aðstoðarframkv.stjóri Eflingar og sérfræðingur um styttingu vinnutímans.

 

Smelltu hér til að skrá þig: https://www.felagsmalaskoli.is/course/stytting-vinnutimans-nytt-vinnufyrirkomulag-starfsfolks-i-vaktavinnu/

Laus vika í Akraseli

Laus vika í Akraseli

Það var að losna vika í Akraseli núna á föstudaginn þ.e. 13.-20. ágúst.

Fyrstur kemur fyrstur fær.

Laust í Akraseli

Laust í Akraseli

Næsta vika, vikan 30. júlí til 6. ágúst er laus í Akraseli.

Fyrstur kemur fyrstur fær.

 

Kv.

Orlofsnefndin.